Sveiflukennt loftslag - og engar tjaldútilegur um Hvítasunnuna

Ef einhver efast um sveiflukennt loftslag þá höfum við fengið að finna fyrir slíku að undanförnu og þó sloppið mun betur en fólk viða annars staðar í heiminum. Gróðurhúsaáhrifin eru ekkert grín og hvort sem veðurspá helgarinnar hefur vitundarögn með þau að gera eða ekki þá eru öfgar í veðurfari að sanna illilega að þau eru fyrir hendi. Ný fellibyljasvæði eru til að mynda að skapast, eins go fjallað hefur verið um í fréttum.

Hvítasunnuhelgi framundan verður vonandi slysalaus, færð um allt land hvetur til aðgátar og ef til vill ekki hyggilegt að fara á sumardekkjunum hvert sem er. Hvítasunnan er að vísu snemma á ferð í ár eins og allar kirkjutengdu hátíðarnar, en samt sem áður eru þessar veðursveiflur ögn skrautlegri en oft áður og því öllu snúið á hvolf sem gert var á fyrri tíð. Útihátíðir eru ekki haldnar lengur um hvítasunnuna, enda held ég að mæting yrði dræmi miðað við fyrirsjáanlegt veður.


mbl.is Víða hálka og hálkublettir um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það væri nú auðvelt fyrir þig sem sagnfræðingur að komast í upplýsingar um veðrið síðustu hundruð árin. Eðli veðurs eru sveiflur annars væri ekkert veður. Menn sveiflast um ástæður sveiflnanna og veðrið sveiflast ár frá ári.

Valdimar Samúelsson, 10.5.2008 kl. 07:03

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Kannski einhverjir landsmenn verði að leika sér í snjónum fram í júní  en það er gott að búa á Suðvesturhorninu núna og best í borginni

Vilborg G. Hansen, 10.5.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já Anna mín en hvar ertu stödd núna? Ertu þarna á þessu Græna?  Það er spennandi kostur sem ég vildi prufa einhvern daginn. Veðrið er skrýtið, satt segir þú. Ég var í Bosníu í svolítið langan tíma fyrir rúmum tveimur árum, heitt og yndislegt veður, frá um 20. ágúst til einhverns tíma í október. En fyrsta daginn var eins og stríðið hefði skollið á aftur og það stóð fram á kvöld. Haglél á stærð við krepptan hnefa, konuhnefa amk, og þrumur og eldingar. Þetta var það versta sem kom allan tímann en engu að síður eitthvað sem gerðist á hverjum degi fyrir utan hellirigningu í nokkrar mínútur sem virtist koma skyndilega úr heiðskýru lofti. Verð að segja að þetta var bæði spennandi og öðruvísi.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 10.5.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þótt sveiflur í veðurfari séu ekkert óþekktar, síður en svo, þá er ekki hægt að sýkna gróðurhúsaáhrifin lengur. Ég á eftir að spyrja þig, Tara meira út í þetta með Bosníu. Ég er ekki farin að ferðast neitt að gagni núna um helgina, þannig að ég er á grænu svæði, en allt opið, helgin er ung, fer samt bara í þægilegheit, sumarbústað eða eitthvað slíkt. Vilborg, frændi þinn átti setningu aldarinnar eitt vorið þegar hann sagðist vona að sumarið yrði snjólétt, þetta var árið sem ,,Jónsmessuhretið" kom!!!!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rífum gróðurhúsin!

Með kærri kveðju,

Þorsteinn Briem, 10.5.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þessi er nýr!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.5.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Anna mín, gerðu svo vel

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 11.5.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sveiflur og slæm veður um Hvitasunnu eru ekkert nýtt frekar en veður sveiflur allan ársins hring og gott að kíkja í öldina okkar til að sjá það. En styttra í tíma eru þó atburðirnir skelfilegu á fimvörðuhálsi um Hvitasunnu ekki fyrir svo mjög löngu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.5.2008 kl. 18:04

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Alin upp við að liggja í Öldunum, enda úrvals bækur. Hvítasunnan er auðvitað á þannig árstíma og á svo misjöfnum tíma að brugðið getur til beggja vona um veðrið. Engu að síður eru veðurfarsbreytingarnar núna ábyggjuefni og vaxandi´öfgar í veðurfari víða um heim, umfram það sem aldarsveiflurnar hafa fram til þessa fært okkur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 19:55

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og takk fyrir sólina, Tara, þetta er ábyggilega sú sem skein á mig skamma stund í hádeginu og gaf fyrriheit um sumarið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 19:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband