Úrslitin áhugaverðari en þátturinn (Hæðin)

Mér fannst þátturinn Hæðin aldrei ná neinum hæðum, það sem ég náði að sjá alla vega, en það var furðu mikið miðað við skert sjónvarpsgláp að undanförnu. Dómnefndin frekar lítið spennandi og hennar komment svolítið af stífara taginu, góð dagskrárgerð hefði kannski getað bjargað því máli, veit ekki. Hef séð einhverja ástralska þætti sem eru ef til vill fyrirmynd þessara og þeir voru fjörlegir.

frettamynd_haedin2Ekki við þátttakendur að sakast, þau reyndu sitt besta innan þess ramma sem þeim var sniðinn. Ég hélt ég héldi nú ekki með neinum (var kannski minnst hrifin af einu settinu) en svo þegar úrslitin liggja fyrir þá er ég eiginlega bara ansi kát. Strákarnir eru vel að sigrinum komnir og leyfðu sér að sprella talsvert og tilfinningin í botni, fengu sjaldan náð fyrir augum einna eða neinna, nema almennings! Alltaf svolítið gaman þegar svoleiðis kemur upp. Meira að segja í úrslitaþættinum í kvöld, þá var eiginlega öllum hampað nema þeim rétt áður en úrslitin lágu fyrir. En mér finnst reyndar að allir keppendurnir hafi staðið sig vel og bara rosa hress með þessi úrslit. Og að því pikkuðu held ég bara áfram að vinna, nú er að koma besti tíminn til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband