Vinkonur
7.5.2008 | 20:12
Ég á ábyggilega alveg óvenju stóran og skemmtilegan kunningjahóp, en ég er líka svo ljónheppin að eiga nokkrar alveg rosalega góðar vinkonur. Sumar meira að segja náskyldar mér. Við sumar er ég alltaf í tengslum, aðrar týnast um stund og finnast svo aftur, en þær þekkjast alltaf á því að það er eins og það hafi aldrei orðið hlé. Það er bara hægt að setjast niður og tala um tilveruna eins við við höfum hist í gær. Ekkert endilega þetta gamla góða, þótt það sé auðvitað bæði gamalt og gott, heldur tilveruna hér og nú og jafnvel í framtíðinni. Systir mín heldur því reyndar fram að ég eigi vinkonur af báðum kynjum og þá má til sanns vegar færa, man alla vega eftir einni eða tveimur, en þær uppfylla alveg það sama.
Sé því stundum haldið fram að vinátta kvenna og karla sé mismunandi, það er að vinir (tveir karlkyns) tali ekki saman um það sama og vinkonur. Hmmm, er þá verið að meina að öll vinkvennasett tali alltaf um það sama? Ef svo er þá eru þau sett sem ég á aðild að frávik frá reglunni. Fólk er bara misjafnt og ef ég lít á vináttuna sem þeir tveir karlmenn sem ég er mest í kringum hafa skapað í kringum sig, þá get ég ekki séð að það sé neitt annað en bara jafn fjölbreytt dæmi og vinátta mín og minna góðu vinkvenna. Þannig að ég verð eiginlega að hafna þessari kenningu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég held að karlmenn tali um aðra hluti sín á milli, heldur en konur sín á milli. Og ég veit, allavega af mínum vinsköpum að dæma, þá á ég öðruvísi vinasamband við karlkynsvini, heldur en kvenkyns. Ég veit ekki alveg hvernig, en kannski á meðan við vinkonurnar getum verið að chatta um börnin okkar og það sem hefur drifið á daga okkar undanfarið, þá er maður meira að spjalla við karlkynsvini sína um lífið og tilveruna, skoðanir á ýmsum hlutum, fyrri reynslu o.þ.h. Eru oft innihaldsríkari samtöl, að mínu mati, á margan hátt. Þótt vinkonurnar séu náttla bestar
Lilja G. Bolladóttir, 7.5.2008 kl. 20:42
Ég hugsa að fleiri séu sammála þér en mér, Lilja, en svona held ég að þetta sé hjá mér og vinkonunum (af báðum kynjum) og síðan vinum karlmannanna minna, bara svo rosalega misjafnt eftir því hvaða vinasambönd eiga í hlut.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 22:04
ég á karlvin sem ég tala við um allt sem ég myndi tala um við vinkonu, og meira. ég á líka við konur sem ég tala ekki um allt við því þannig er það bara, held það sé bara að við erum mismunandi og mismunandi hluti tölum við um við mismunandi manneskjur. takk fyrir þessa færslu, gaman að hún passar vel við mín skrif í gær og takk fyrir gott komment þar kæra anna.
knús frá steinu sem er sólarmegin í lífinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 06:00