Blogg dagsins

Blogg dagsins veit ekki alveg hvað það ætlar að verða þegar það verður stórt. Það verður kannski aldrei stórt, því þótt stundum teygist úr litlum bloggum sem byrja sakleysislega, þá er þetta ekki eitt þeirra. Nóg að gerast í samfélaginu, hef meira að segja séð stöku sjónvarpsskot, sorglegu atburðina við Rauðavatn oftast á undanförnum dögum, enda sjóvarpsgláp komið yfir á netið að mestu í bili. En það er búið að blogga það mál í tætlur, bendi enn á linkinn á blogg Birgittu Jónsdóttur sem meðal annars vísar á YouTube skot em ekki er sómi af. Að undanförnu hef ég  verið að reyna að blogga frá mér (með mis-merkilegum árangri) það sem mest hvílir á okkur fjölskyldunni þessa dagana, alvarleg veikindi í nánasta vinahópnum okkar, en það er bara ekki alltaf hægt. Svo kannski er ég komin að þeim punkti að tímabundið blogghlé er óhjákvæmilegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi ykkur styrktarkveðjur og risaknús, elskan mín.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til ykkar og vinarins nánust !

hafðu fallegasta sunnudaginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Tek þátt í að senda allt sem vinkonur þínar hér að ofan senda: Góða strauma, knús og ljós.

-- Stundum er óhjákvæmilegt að taka blogghvíld. Þegar maður opnar stjórnborðið og svo gerist ekkert meir -- þá bara lokar maður aftur.

Góð kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 29.4.2008 kl. 13:01

4 identicon

Engin athugasemd að þessu sinni, en  til Sigurðar fyrir hans athugasemd. Hún kallaði fram bros.

Helga 29.4.2008 kl. 17:47

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þakka ykkur öllum fyrir þessa góðu strauma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.4.2008 kl. 00:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband