Margrét Pála: Ég var svo lánsöm að vera ekkert sérlega lukkulegt barn - viðtal í Húsfreyjunni

Fyrr á þessu ári var ég svo heppin að fá tækifæri til að taka viðtal við Margréti Pálu Ólafsdóttur, höfund Hjallastefnunnar, sem flestir þekkja. Hafði reyndar lengi dreymt um að taka viðtal við hana, enda hlýtur það að vera óskaviðtal allra blaðamanna, sem áhuga hafa á kvenfrelsismálum. Nú er blaðið komið út, Húsfreyjan, og ég er himinilifandi yfir því að sjá að viðtalið er eins gott og mig minnti, sem er reyndar vegna þess að viðtalsefnið er kona sem hefur ákveðnar skoðanir, setur þær skýrt fram og stendur og fellur með meiningu sinni.

margPalaHún segir frá þeirri skemmtilegu tilviljun í þessu viðtali að þegar hún skrifaði grein í Húsfreyjuna um Hjallastefnuna fyrir hartnær tveimur áratugum þá féll sú grein alveg í skuggann á sams konar efni í Bleiku og bláu, sem þá var virðulegt rit um kynlíf, kynfræðslu og kyneðli undir ritstjórn Jónu Ingibjargar Jónsdóttur. Skemmst er frá því að segja að við tók tveggja ára ströggl við kerfið og gegn ótrúlegum fordómum sumra í garð hennar og Hjallastefnunnar, en einkum hennar persónulega.

Ég gat því ekki annað en brosað í kampinn þegar ég sá að á sama tíma og viðtalið mitt við hana birtist í Húsfreyjunni, þá voru henni veitt verðlaun, sem án efa gætu freistað einhverra til að taka afstöðu til hennar og verka hennar á ekki alveg hárréttum forsendum, rétt einu sinni. Það er sem sagt fræðilegur möguleiki að viðtalið falli í skuggann ;-) sem mér finnst reyndar vitlaust. Hvort tveggja er að engin hugmyndafræði getur eignað sér verk hennar né heldur ætti nokkur að geta tekið afstöðu með eða á móti því sem hún er að gera á nokkrum öðrum forsendum en þeim að kynna sér það. Þessi togstreita er reyndar eitt af því sem ber á góma í viðtalinu.

Hvet ykkur alla vega til að kaupa nú Húsfreyjuna, eða fá ykkur blaðið á bókasafni, og lesa þetta viðtal, ég lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Viðtalið er undir yfirskriftinni: ,,Ég var svo lánsöm að vera ekkert sérlega lukkulegt barn" og í því vona ég að þið kynnist Margréti Pálu betur en áður, það er vel þess virði. 

Myndin er úr Húsfreyjunni og myndasmiðurinn náði mjög skemmtilega að fanga þá stemmningu sem mig langaði að sýna lesendum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Mér líst vel á hana Margréti Pála, held að hún sé hörku kjélling. Ég ætla að reyna að nálgast þetta blað, það er örugglega gaman að glugga í það. Hvar fæst Húsfreyjan ?? Í bókabúðum eða bara út í sjoppu ?

Linda litla, 7.4.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Margrét Pála er góð vinkona mín, það breytir ekki því að ég mun ná mér í húsfreyjuna.  Magga Pála er einstök manneskja fyrir utan hvað hún er helvíti gáfuð.

Nú í þessum skrifuðu orðum bíðum við spennt í fjölskyldunni að Jenný Una komist inn á Laufásborg, sem er Hjallastefnuskóli, nema hvað?

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Krakkarnir mínir aðeins og gamlir til að passa í Hjallastefnu leikskóla og skóla, en vona að barnabörnin muni njóta.

Húsfreyjan fæst á byggilega í bókabúðum, ekki eins viss með sjoppurnar. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.4.2008 kl. 23:40

4 identicon

Enn konan er rammöfug. Finnst fólki það bara í himnalagi? Nei, ég vil ekki að mín börn séu í slíkum félagsskap.

Ingi 8.4.2008 kl. 08:21

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er alltaf skemmtilegt að lesa það sem Margrét Pála hefur að segja. Það hefur samt stuðað mig mikið þessi frasi um vinnukonur kerfisins. Hann er upprunninn hjá henni eftir því sem ég best veit og heyrðist lon og don í síðustu kosningabaráttu. Ég þekki margar konur sem vinna ekki hjá kerfinu og eru einyrkjar og satt best að segja er staða þeirra síst betri.

Það hafði mikil áhrif á mig þegar ég las um bernsku Margrétar Pálu og geðsjúkdóm móður hennar - um hvernig það hafi verið aðrir í fjölskyldu hennar sem önnuðust hana þegar móðir hennar var of veik til þess. Ég held að þetta sé málið, að það séu nógu margir sem taki ábyrgð á og fylgist með umönnun barna þannig að þau séu ekki ofurseld því ef einhver einn umönnunaraðili missir fótanna. Hér á ég ekki hvað síst við öll þau börn sem núna eru að alast upp í fjölskyldum þar sem foreldrar eru fíklar og alkar eða glíma við geðsjúkdóma. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.4.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég var þess aðnjótandi að hlusta á erindi Margrétar Pálu um fordóma s.l. laugardag.

Sannfærðist ég um að þar fer kona með yfirburða gáfur og víðsýni.

Mínar bestu þakkir til hennar enn og aftur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.4.2008 kl. 14:37

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er forvitnilegt að sjá kommentin í athugsemdakerfinu, þau eru svolítill þverskurður af umræðunni sem Margrét Pála kveikir einatt, og sem betur fer eru flest þeirra jákvæð í garð þessarar einstöku konu. Í viðtalinu er einmitt drepið á allt það sem hér er komið inná. Varðandi ,,vinnukonur kerfisins" þá þekki ég ekki það orðalag en skil hvað við er átt og umræðan er svo sannarlega til staðar í viðtalinu, það er sláandi hversu mikill munur er á fjölda kvenna sem starfa hjá ,,hinu opinbera" og þeirra karla sem starfa þar. Eitt sinn þegar við Salvöru vorum báðar í Kvennalistanum sá ég könnun þar sem kom fram að launamunur kynjanna væri minni innan opinbera geirans en á einkamarkaði, en því miður: Launin beggja kynja voru skammarlega lág þar. Vissulega hefur eitthvað breyst, en mér finnst spennandi sú hugsun að konur skapi sér í auknum mæli eigin starfsvettvang. Geri sannarlega ekki lítið úr störfum í almannaþágu en hins vegar finnst mér þau oft vanmetin til fjár. Og ég tek ekki út einu ummælin hér sem mig langaði, því það er allt í lagi að vita að þessi viðhorf eru enn til, en ég get svarað fyrir mig: Ójá, mér finnst það í himnalagi!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.4.2008 kl. 19:58

8 Smámynd: Oddrún

Hún Ólöf mín var alveg ótrúlega heppin að hafa verið á Hjalla. Hún talar ennþá um það reglulega að hún væri til í að fara aftur á leikskóla og Magga Pála var í miklu uppáhaldi. Enda alveg stórkostleg manneskja. Ég mun kaupa blaðið og lesa viðtalið, ekki spurning,,, og Ólöf áreiðanlega líka

Oddrún , 8.4.2008 kl. 22:46

9 identicon

Margrét Pála er einn þessara einstaklinga sem er of gáfuð, of hugmyndarík, of kjörkuð til að hægt væri að búast við að samfélagið taki henni strax. Samfélög hafa tilhneigingu til að taka meðalmennum opnum örmum, ekki hinum. Mannkynssagan er stútfull af frásögnum af meðalmennum sem hæddu og spottuðu þá sem stóðu þeim miklu framar í andlegum skilningi. Meðalmennin marka ekki spor heldur gera þau lítið úr þeim sem sporin marka. Þetta þekkir Margrét Pála vel.

Ég er nokkuð viss um að meðalmennin sem á sínum tíma lögðu steina í götu Margrétar Pálu, gagnrýndu hana ekki málefnalega heldur hæddu hana og spottuðu vegna kynhneigðar hennar hefði ekki staðist þá raun hefðu þau verið í hennar sporum. En hún stóðst raunina og stendur núna uppi með pálmann í höndunum og virðingu margra. Það segir allt sem segja þarf um það hversu mikil manneskja hún er.

Samfélög þurfa á stórbrotnu fólki eins og Margréti Pálu að halda og það hefur verið ánægjulegt að sjá að þessi kona sem áður var haldið utan við samfélag er nú komin inn í það.

Mér finnst innleggið hans Inga mikils virði - það minnir okkur hin á hvað lítilmennin eru ávallt málefnaleg.

Helga 9.4.2008 kl. 02:20

10 identicon

Ávalt athyglisvert að sjá fólk sem getur kallað aðra lítilmenni og jafnvel telja að  þurrka verði út þau ummæli sem ekki eru því þóknanleg. Fólk sem veit betur en sjálf Biblían og hundsar sem þar stendur. Það breytir því ekki að það er stór hluti þjóðarinnar sem hefur óbeit á hvers konar kynvillu og öfuguggahætti og vill halda sig í fjarlægð við slíkt syndsamlegt athæfi. Það er fyrst og fremst þessi synd og saurugi hugsanagangur sem þarf að ráðast gegn og reyna að fá fólk til snúa inn á réttar brautir. Og eins og maðurinn sagði, þetta snýst um syndina.

Ingi 9.4.2008 kl. 14:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband