Hellaristur

Ég er hugfangin af hellaristum. Var svo lánsöm þegar ég fór að heimsækja foreldra mína í Frakklandi rétt upp úr tvítugu að fá tækifæri til að fara inn í alvöru helli í Dordogne dalnum, ekki þennan frægasta (Lascaux) heldur annan minna þekktan (La Mouthe), sem þó var opinn. Núna er líklega búið að loka þeim öllum. En hughrifin voru rosaleg. Á þessum tíma var ég í námi í Myndlista- og handíðaskólanum og líka í sagnfræði í háskólanum og sennilega nýlega búin að uppgötva töfrana sem hellaristurnar framkalla. Þetta er menning forfeðra okkar, í rauninni fyrsta túlkun sem vitað er um, þar sem hellisbúarnir sem lifðu á veiðum, tjáðu eitthvað mjög töfrandi.

Rifjaðist upp fyrir mér þegar Guðný vinkona mín sagðist vera að fara til Frakklands. Hún er svo sem ekkert að fara á þessar slóðir, en við vorum í upprifjunarstuði, þannig að þetta kom í hugann. Svo dró ég upp nafnspjaldið mitt, sem ég lét prenta þegar ég uppgötvaði að ég átti ekki nafnspjald, af því ég vinn ,,bara" hjá sjálfri mér. En það fylgir því ákveðið frelsi að vera með eigið spjald, svo ég skellti bara nafni, email og símanúmeri á það og svo einni af grafíkmyndum mínum. Og Guðný var fljót að fatta tenginguna við hellaristurnar, á efri hlutanum aðallega, en myndefnið er reyndar sannar svefnstellingar Grámanns okkar, mikils undrakattar sem við áttum lengi. Og ég læt þessa mynd fljóta með og vona að fleiri kunni að meta hana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá þetta er æðislega flott Anna, þú eigin nafnspjaldahafi.

Góðan og blessaðan daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mjög gagnlegt, mæli samt með að setja heimilisfang líka á spjaldið, geri það næst. Email og sími er fínt, en hitt er enn betra. En aðallega var gaman að vera með myndina, í staðinn fyrir logo einhvers fyrirtækis sem maður er að vinna hjá.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hreyfingar og stellingar katta geta verið svo ótrúlega heillandi, sammála.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.4.2008 kl. 03:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband