Bak-tak

Árstími alls konar kvilla og þess konar. Búin að vera með tak í bakinu, á gamla staðnum þar sem ég lenti í hryggbroti endur fyrir löngu eftir byltu í hestamennsku. Frekar fúlt, en fer samt frekar skánandi. Ólíkt því sem var þegar ég braut mig um árið þá er skást að sitja en verra að standa upp. Eftir hryggbrotið um árið gat ég nefnilega ekki setið, heldur bara legið eða staðið, sem var mjög ópraktíkst, einkum þar sem krakkarnir voru litlir og ég þurfti að fara í stúdentaafmæli. Það er í eina skiptið sem ég hef staðið til borðs í sameiginlegu borðhaldi ;-) Stefni að því að verða skárri á morgun, þetta stoppar mig sem betur fer ekki af í einu eða neinu, nema ég myndi líklega hvorki fara í minigolf, skvass eða tennis, og þaðan af síður í golf, þessa dagana. Ekki mikill fórnarkostnaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Skelltu í þig íbúfen og paratabs.... það gæti virkað.

Góða nótt.

Linda litla, 27.2.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ææ, vonandi hefurðu það betra núna !

gangi þér vel að fá góða bakið aftur !

Bless í daginn kæra kona

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Ég bý svo vel að geta snúið upp á handlegg "aldraðar" móður minnar ef ég fæ tak í bak. Læt hana fara fimum fingrum um auma vöðva og sinar og verð eins og ný sleginn túskildingur á eftir. Reyndar er þessi fjölskyldu lúxus á undanhaldi þar sem hún hefur lagt sjúkranuddið næstum alfarið á hilluna og snúið sér að blaðamennsku .

Ólöf María Brynjarsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Allt í rétta átt hérna megin. Takk fyrir góðar óskir. Kannski ætti ég að koma mér upp íbúfeni, á paratabes en hef ekki verið að taka þær ennþá.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.2.2008 kl. 12:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband