Að koma heim ...
19.2.2008 | 23:36
Þegar ég lenti á Gran Canaria fyrir hálfum mánuði var ég með eldgamalt lag með Óðni Valdimarssyni á heilanum. Það heitir því ágæta nafni: Ég er kominn heim (held það sé nafnið alla vega) og þeir sem þekkja það muna eflaust eftir línunni: ,,... allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim." Þetta er tilfinningin sem greip mig þegar ég kom ,,heim" til Kanarí það sinnið. Lausleg talning segir mér að við höfum verið þar samanlagt meira en hálft ár það sem af er öldinni. Ferðin er búin að vera afskaplega góð, talsvert viðburðarík, því þarna erum við í miklu nánari tengslum við vini en ættingja en tími gefst til heima. Og eins og annars staðar í lífinu þá skipast á skin og skúrir á Kanarí, í allri sólinni og blíðunni. Og samkenndin er góð eins og í öllum Íslendinganýlendum, því Kanarí er nefnilega bæði framandi land og samfélag, þar sem sumir stoppa stutt, aðrir lengur og sumir eru fluttir fyrir fullt og allt í sólina. Þetta segi ég því venju fremur urðum við vör við mrgbreytileika lífsins í þessu allt of stutta stoppi núna.
Og nú er ég komin heim til Íslands, með hálfum huga, hlakka þó til að halda áfram með verkefni vinnunnar minnar. Þau skil ég reyndar aldrei alveg við mig, þau eru þess eðlis. Okkur beið flugháll Keflavíkurvegur, mikil umferð og ég vona að allir hafi komist heilir heim. Álftanesið er alltaf fallegt, meira að segja í myrkri og á morgun tekur við hversdagurinn í öllu sínu veldi.
Athugasemdir
Velkomin heim!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2008 kl. 00:02
Velkomin heim á Frón aftur Anna.
Linda litla, 20.2.2008 kl. 00:40
Takk, takk.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 01:17
Ég gæti nú alveg hugsað mér bara að fara aftur í eyjaklasann þarna þegar ég sé myndirnar
Vilborg G. Hansen, 20.2.2008 kl. 08:00
Þetta eru auðvitað dýrðareyjar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 11:02