Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Og enn frá Kanarí ... sólin skín enn!
14.2.2008 | 17:33
Hér er sól og sumar eins og alltaf á eyju hins eilífa vors. Ég hélt ég hef verið að ýkja að Simon nokkur væri farinn að skemmta á Paddy Murphy, hann var nefnilega mættur á Friar Tuck degi seinna, en svo kom í ljós að hann var einmitt að færa sig um set daginn eftir og ljúka vinnuskyldunni á Friar Tuck. Svo ég stend við fréttina, eins og sagt er. Ennfremur er hér til tíðinda, auk góða veðursins, að sá góði staður Boomerang í Kasbah er ekki lengur við lýði. Og loks er nauðsynlegt að segja frá ljósi í myrkri lélegheita á mini-golfvellinum. Mér tókst nefnilega að fara holu 17 í höggi og fagnaðarlátunum (einkum mínum) ætlaði seint að linna. Ótrúlegt! Svona líða dagarnir allt of fljótt og við blómstrum í notalegu umhverfi og góðum félagsskap vina og ættingja. Reyni að setja inn myndir áður en við förum heim.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sko mína Bara með Tiger Woods takta.
Linda litla, 14.2.2008 kl. 19:43
Smá ofund - aftur - nú vegna golfsins - mig hefur alltaf langað svo að verða golfari Annars - hafðu það áfram gott, hlýtt og notalegt mín kæra - og í tilefni af bloggi mínu um blogg þá upplýsist að þú ert ein af þessum sem var svo frábært að endurnýja kynnin við gegnum bloggheima
Anna Ólafsdóttir (anno) 16.2.2008 kl. 16:00
ekki ofund (er þetta ekki annars nýyrði???) heldur öfund
Anna Ólafsdóttir (anno) 16.2.2008 kl. 16:01
Njóttu hverrar mínútu í fríinu þínu Anna mín. Er þar stödd í lífinu að mér finnst tíminn líða svo hræðilega hratt. Kúnstin er að reyna að frysta hann og njóta og njóta........Held þú kunnir það.
Bestu kveðjur
Guðrún
Álfhóll, 16.2.2008 kl. 22:15
Var einmitt stödd á sömu slóðum og þú núna fyrir ári síðan, yndislegt að vera. Finn hvað mig langar aftur þegar ég les um ævintýr ykkar Ara! Bið að heilsa til Kanarí..
kv. Olla
Ólöf María Brynjarsdóttir, 17.2.2008 kl. 16:44
Takk allar, ég nýt lífsins hér í botn og ég ítreka ad ég vildi helst vera med alla vini og vandamenn hérna líka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.2.2008 kl. 16:49