Dagur ađ kvöldi

Dagur Eggertsson brillerađi í Kastljósi áđan, ég get ekki sagt annađ. Sigmar gćtti ţess ađ vera jafn grimmur viđ hann og ađra, fyrir utan ákveđna mildi sem hann sýndi vćntanlegum borgarstjóra í mjög pínlegum fréttaţćtti (eflaust Kastljósi) í gćrkvöldi. En skemmst er frá ţví ađ segja ađ Dagur kom ţessari umrćđu í kringum dćmalaus valdaskipti í borginni á hćrra plan en hún hefur veriđ. Mig langar ađ sjá gott viđtal viđ Svandísi fljótlega, ég er mikill ađdáandi hennar eins og fleiri Íslendingar, ef til vill hef ég misst af einhverju, kemst ekki yfir ađ horfa á allt fréttatengt, en ţangađ til ţá lćt ég mér nćgja frásögn Dags, sem var skýr og kippti umrćđunni úr ţessum fáránlega farsastíl sem hún hefur veriđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótmćli gegn ţessum gjörningi í borginni. Slóđin er ;

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?nogbodid&1

Jón Helgi Gíslason 22.1.2008 kl. 21:39

2 identicon

já, ţađ er synd ađ vera ekki Reykvíkingur en ég er búin ađ senda mótmćlaslóđina á alla Rvk-inga sem ég hef í e-mail.

Dagur stóđ sig frábćrlega og ţađ sést best í ţessum miklu ţrengingum hvađ er í drenginn spunniđ. Viđ eigum eftir ađ sjá góđa hluti til hans í framtíđinni. Hvađ Svandísi áhrćrir, hún er nú bćđi jaxl og jarl upp á Húsvísku. Ţau áherslunöfn hljóta ađeins ţeir sem vekja ađdáun fyrir vasklega framgöngu.

Guđrún Jónína Magnúsdóttir 22.1.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála ţví ađ ţađ er vont mál núna ađ vera ekki Reykvíkingur. Ég fć ađallega útrás á blogginu og svo í spjalli viđ fólk.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.1.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Dagur stóđ sig mjög vel í ţessu viđtali og hann stóđ sig líka einstaklega vel á stuttum ferli sem borgarstjóri. Flestir Reykvíkingar sem ég hef heyrt í voru sáttir viđ Dag sem borgarstjóra, sama hvar í flokki ţeir stóđu, enda var fyrri meirihluti međ stuđning meirihluta borgarbúa en ég efast um ađ nýi meirihlutinn sé međ meirihlutastuđnign.

Svala Jónsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég hef reyndar meiri trú á Sóleyju en svo ađ ég sjái hana fyrir mér valdalausa, ţótt einhver formleg völd minnki um stund, en viđ erum greinilega öll sammála um Dag.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

Ég get tekiđ undir ţetta og vćri til í ađ sjá Svandísi svara Sigmari. Dagur hefur ekki versnađ síđan ég sá hann flytja norska strumpalagiđ í gamla daga. Minn mađur.

Brjánn Guđjónsson, 23.1.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Sigurđur Viktor Úlfarsson

Dagur hefur stađiđ sig ágćtlega en ţađ hefur svosem ekki mikiđ gerst á ţessum tíma ţannig ađ hann er eiginlega meira dćmdur af framkomu sinni en verkum enda gerist ekki margt á 100 dögum.

Svandís hins vegar er minni pappír.  Ég misst allt álit á henni ţegar hún í hlutverki "orkuveitumálaráđherra" meirihlutans, ţ.e. í hlutverki eigenda OR skipađi Hjörleifi forstjóra ađ skrifa undir sátt viđ hana sjálfa í stóra fundarbođsmálinu.  Ţađ er verulega sóđalegt ađ sitja svoleiđis báđum megin viđ borđiđ.  Máliđ var algerlega tapađ og OR hefđi aldrei nokkurn tímann skrifađ undir ţađ nema vegna ţess ađ Svandís krafđist ţess í krafti eigendavalds.

Steininn tók síđan úr ţegar hún setti inn í ofangreinda "sátt" ađ OR ćtti ađ greiđa 800 ţús. kr. persónulegan reikning hennar vegna málskostnađar í máli sem hún stofnađi til á einkaflippi en var síđan ekki tómtćkt.

Mér finnst Svandís skörugleg og skemmtileg kona en sól hennar sem stjórnmálamanns hné til viđar í ţessu máli.  Einnig á auđvitađ eftir ađ komast einhver niđurstađa í málefni REI og OR ţar sem enginn veit neitt eins og sakir standa.

Sigurđur Viktor Úlfarsson, 23.1.2008 kl. 15:31

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Um sumt er fólk einfaldlega ósammála og ţađ er líka hornsteinn lýđrćđisins. Ég er ein ţeirra fjölmörgu sem er sátt viđ Svandísi í REI málinu og harma ţađ ađ hún skuli ekki fá tćkifćri til ađ fylgja ţví til enda. En ég held ađ viđ munum fá mörg tćkifćri til ađ dćma Svandísi af verkum hennar og held ađ sá dómur verđi jákvćđur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2008 kl. 15:48

9 identicon

Var ánćgđ međ Sigmar og fannst Dagur standa sig vel í svörum. Hlustađi á Svandísi í viđtali í hásdegisfréttum og mér virđist ljóst ađ Ólafur hafi veriđ blekktur inn í ţennan afleik. Ég get ekki ímyndađ mér annađ en hann tapi trausti borgarbúa viđ ţennan gjörning.

Anna Ólafsdóttir (anno) 23.1.2008 kl. 17:48

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvort einhvern tíma kemst botn í atburđarásina, langar ađ lesa ćvisögur eđa sagnfrćđiúttektir eftir 20 ár.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2008 kl. 19:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband