Ný skoðanakönnun um framtíðarforseta Bandaríkjanna

Þá er ég búin að skipta út áramótakönnuninni og setja inn aðra varðandi framtíðarforseta Bandaríkjanna, það er að segja næstu fjögur eða átta árin frá næsta ári talið. Á lokasprettinum tóku þeir sem ætla að hætta að reykja forystu í seinustu könnun og tæp 20% ætluðu að strengja það áramótaheit. Lengst af hafði valkosturin: ,,Hætta að vera svona góð(ur)" forystuna og kom á lokasprettingum fast á hæla reykingafólksins nýhætta.

En takið þátt í nýju könnuninni, endilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér dettur svona í hug fyrst þú býður upp á að Ástþór stjórni í Hvíta húsinu hvort þú getir ekki kipppt Bessastaðabóndanum með - hann er stórhuga karlinn og á sér stóóóóóóra drauma . ÁM og ÓRG í Hvíta húsið (þeir ráða sjálfir hvernig þeir skipta með sér verkum). Hillary Clinton á Bessastaði, ef Bandaríkjamenn þiggja hana ekki í Hvíta húsið.

Helga 8.1.2008 kl. 19:52

2 identicon

Ég tek undir með Helgu. Ég væri alveg til í að fá Hillary hingað ef BNA-menn ætla að verða svona leiðinlegir að hafna henni.

Anna Ólafsdóttir (anno) 8.1.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Clinton fyrri sigraði víst ekki fyrr en í Alabama, þannig að enn er von. Annars tek ég undir: Hillary á Bessastaði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.1.2008 kl. 22:31

4 identicon

Jæja, stelpur, það lítur út fyrir að íbúar New Hampshire hafi heyrt til okkur um að fá Hillary á Bessastaði.  Hún sigraði þvert á spár. Virkilega flott hjá New Hampshire-búum og henni. 

Helga 9.1.2008 kl. 04:28

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hillary ofkors

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Oddrún

Hahahahahahah,,,, Ástþór Magnússon,,, hehehehehehe híhíhíhíhíhí

Oddrún , 9.1.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Linda litla

Hillary Clinton..... ekki spurning.

Linda litla, 10.1.2008 kl. 01:34

8 Smámynd: Paul Nikolov

Ég veit það ekki ennþá. Vil gjarnan að bandaríkjamenn voru tilbúnir að kjósa kona sem forseti, en ég veit það ekki. Vona bara að bandríkjamenn eru búnir að fá nóg af þessar "talibaptists" eins og Huckabee.

Paul Nikolov, 10.1.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er einmitt þetta sem gerir næstu kosningarnar svo spennandi: Eru Bandaríkjamenn reiðubúnir til að kjósa konu núna, fáum við örugglega demókrata næst í Hvíta húsið? Eða sækir allt í sama farið aftur þegar nær líður kosningum með miðaldra, hvítum karlmanni með misheppilegar skoðanir?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.1.2008 kl. 16:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband