Aðeins persónulegri upprifjun á liðnu ári

Árið 2007 var gott ár að mörgu leyti í lífi okkar í fjölskyldunni við Blátún. Við vorum á ferð og flugi, kenndi þar ýmissa grasa innan lands og utan. Áttum líka notalegar stundir heima - og nokkrar aðeins vinnusamari. Þetta er allt gott í bland. Ef ég lít til baka og sé af handahófi hvað er minnisstætt þá kemur þetta upp í hugann:

  • Góðar stundir í sumarbústaðnum, þar sem við bjuggum á tímabili í sumar, heiti potturinn kemst í gagnið.
  • Ótrúleg steypuafrek feðganna Ara og Óla uppi á lofti í vor.
  • Verkstjórnandinn Jóhanna (sem varð þrítug á árinu) töfrar fram kraftaverk í verklegum framkvæmdum fyrir jól og milli jóla og nýárs svo við endurheimtum heimilið úr kössunum. 
  • Ameríkuferð með Elísabetu systur að heimsækja Nínu systur.
  • Nína systir flytur heim til Íslands.
  • Fráfall vinar míns Jóns Ásgeirs Sigurðssonar og stuðningurinn sem gömlu vinnufélagarnir á Vikunni veittu hver öðrum á þeim tíma. 
  • Námið mitt er loksins (nánast) í höfn og ég hlakka bara til að binda endahnútinn á það.
  • Vel heppnuð fölskylduferð með tengdafjölskyldunni til Barcelona.  
  • Fjölskyldustemmning þegar föðurfólkið mitt ásamt mömmu hittist upp í bústað hjá okkur Ara í sumar.
  • Eftir næstum sjö ár í tölvubransanum gerist ég sagnfræðingur á nýjan leik, alla vega í eitt til tvö ár. 
  • Góðar VG stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi annáll er ekki til að gráta yfir.  Nokkuð gott ár hjá þér svona pers.  Voandi heldurðu áfram í sama gír.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sömuleiðis, takk!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.1.2008 kl. 15:03

3 identicon

Vel til fundið að gera árið upp svona í hnotskurn og deila því með okkur bloggvinum og vinkonum. Takk kærlega. Gleðilegt ár - aftur

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.1.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Álfhóll

Elskulega listakona.

Gleðilegt ár.  Langaði bara að segja þér að myndin þín kraftmikla á stofuveggnum mínum heldur áfram að gleðja mig og styrkja.  Ég sæki í hana stöðugan innblástur og ánægju... sest stundum bara til þess að horfa á hana. Ekki gleyma listinni í annars ágætu lífi.

Bestu kv.

Guðrún

Álfhóll, 5.1.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Myndlistin já, takk fyrir hvatninguna. Ég eygi það að geta sinnt myndlistinni betur á næstunni, alla vegar er ég að byrgja mig upp af olíukrít og blokkum fyrir hana, sem oftast er undanfari frekari framkvæmda á því sviði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.1.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

myndlist er góð !

má ekki gleyma henni

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 16:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband