Pínulítiđ pólitískari upprifjun
3.1.2008 | 01:52
Margt kemur í hugann viđ áramótin, mér finnst snjallt trikk ađ setja svona tímamót á einu sinni á ári, til ađ hćgt sé ađ líta yfir farinn veg og fram á viđ. Ţetta var viđburđaríkt ár í pólitískum skilningi.
Kosningar og hálfgerđ stjórnarskipti, sumir sátu og öđrum var skipt út. Breytingin er til hins betra hvađ varđar stóriđjuáherslur, ţví ţar var Framsókn sýnu verst, en nú er kominn umhverfisráđherra sem mark er á takandi, Ţórunn er heil og góđ í sínu hlutverki. Hins vegar er breytingin til hins verra hvađ varđar áherslur í Evrópusambandsmálum. Ţrátt fyrir ađ ađild ađ Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá ţessarar ríkisstjórnar, ţá fara sumir ráđherrar hamförum núna. Mér finnst ţó jákvćtt ađ utanríkisráđherra horfir víđar en til Evrópu og horfir á raunveruleg viđfangsefni framtíđarinnar, baráttu norđurs og suđurs og hvernig megi grípa til ađgerđa til ađ jafna hlut ţessara heimshluta áđur en ţađ er um seinan. Mjög margt í áherslum Ingibjargar Sólrúnar er umtalsverđ breyting til batnađar frá langri utanríkisráđherratíđ Halldórs Ásgrímssonar. Davíđ, Valgerđur og Geir stóđu skemur viđ og af ţeim ţremur var ég lang sáttust viđ Geir.
Framsókn hefur veriđ refsađ fyrir grimmilega fyrir hćgristefnu Halldórs og félaga, á ţví leikur enginn vafi ađ ţađ er stór ţáttur í ţví hvernig nú er komiđ fyrir flokknum. Nú er flokkurinn aftur á leiđ til vinstri undir stjórn Guđna og Bjarni Harđar er góđ viđbót og vonandi draga Framsóknar menn einhvern lćrdóm af ţví hvar flokkurinn hélt velli og hvar hann galt helst afhrođ.
Mitt Vinstri Grćna hjarta hafđi margar ástćđur til ađ gleđjast og ađeins eina til ađ hryggjast. Mér finnst auđvitađ hábölvađ ađ viđ skulum ekki hafa fariđ í stjórn eftir kosningar, en ég mótmćli ţví harđlega ađ ţađ sé Steingrími J. ađ kenna. Minnir allt of mikiđ á ţegar Kvennalistanum voru settir engir kostir og svo voru Kvennalistakonur skammađar fyrir ađ fara ekki í stjórn upp á engin býti. Hefđi veriđ vilji til ađ mynda vinstri stjórn ţá hefđi hún veriđ mynduđ. Tillagan um ađ Framsókn veitti slíkri stjórn hlutleysi hefđi fengiđ flokknum nokkur áhrif í hendur og veriđ mjög áhugaverđ tilraun. Ríkisstjórnin sem ţá hefđi veriđ mynduđ hefđi endurspeglađ vel vilja kjósenda, sem veittu VG veglegt brautargengi. Ţađ sem ég gleđst yfir er: Fjöldi frábćrra ungra kvenna sem kominn er framarlega í rađir VG, alveg magnađar. Kosningasigur VG er stađreynd og merkir ađ málefni hreyfingarinnar eiga hljómgrunn. Mögnuđ frammistađa Svandísar Svavarsdóttur i REI-málinu er svo rúsínan í pylsuendann.
Hér á Álftanesi gleđst ég yfir góđri framvindu hjá Álftaneshreyfingunni, ţar sem grćnn miđbćr er í sjónmáli. Ţađ gleđur mig sérlega ađ viđ skulum vera viđ stjórnvölinn núna ţegar veriđ er ađ taka svo afdrifaríkar ákvarđanir sem uppbygging miđbćjar er. Skođiđ alftanes.is ef ţiđ viljiđ vita meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook