Hvernig í ósköpunum getur áhugi á anarkisma gengiđ í ćttir?
23.12.2007 | 05:02
Ykkur finnst ţetta kannski ekki jólaleg umrćđa, en hún á sér skýringar. Í dag barst mér í hendur bók sem ég hef leitađ ađ í rúmt ár, gersamlega ófáanleg, um anarkisma. Hún er eftir frćnda minn, George Crowder. Ţađ er ađeins liđlega ár síđan ég frétti af ţessari bók, ég hef nefnilega aldrei séđ George eđa heyrt, ţótt amma mín og mamma hans séu systur. Hann er fćddur á Nýja Sjálandi (eđa Suđur-Afríku, man ekki hvar Bubba frćnka bjó áriđ 1955) en ég hér heima á Íslandi. Ég ţekki bróđur hans, Brian og syni hans, en hef aldrei hitt George og frétti af tilviljum af ţví ađ hann hefđi bćđi skrifađ doktorsirtgerđ og bók um anarkisma, einkum klassískan. En ég skrifađi mína B.A. ritgerđ um einn af klassísku anarkistunum, Kropotkin, og gerđi síđan ţáttaröđ fyrir ríkisútvarpiđ fyrir nokkrum árum sem ég kallađi: Ţćttir úr sögu anarkismans, ţar sem ég rakti anarkismann og sögu hans, nokkurn veginn sama tímabil og George fjallar um í sinni bók. Ţannig ađ ég hlýt ađ spyrja: Getur áhugi á anarkisma gengiđ í erfđir, alla vega var ţađ ekkert í umhverfi okkar sem leiddi okkur á sömu braut, mér vitanlega.
Ţetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kemst ađ ţví ađ manneskja, mér mjög nákomin, er ađ gera nokkurn veginn nákvćmlega sömu hluti og ég ţótt ekkert samband sé á milli. Hitt dćmiđ er lengra mál og jafnvel enn persónulegra, og hin ćttin mín reyndar. Ég trúi alveg á tilviljanir, en ţađ eru samt takmörk fyrir ţví hvađ ég er auđtrúa á svona einkennilegar tilviljanir. Ţađ er ekki eins og allir í heiminum séu ađ velta fyrir sér anarkisma, og enn fćrri voru ţeir ţegar viđ George lukum viđ okkar misstóru ritgerđir, ég 1978 og hann 1987. Í formála hans fjallar hann um tvennt, annars vegar hve illa gengur ađ fá kenningar anarkista rćddar sem ,,alvöru" stjórnmálakenningar og hins vegar um fordóma gagnvart anarkisma, ţađ er ađ líta á anarkisma sem friđsćla stjórnmálakenningu en ekki eingöngu í ljósi vođaverka sem framin voru í hans nafni á árunum 1880-1910. Nokkurn veginn ţađ sem ég fann fyrir ţegar ég skrifađi mína ritgerđ og eflaust hefur ţađ litađ ţćttina mína. En ég er farin ađ svindla ađeins á jólabókalestrinum og byrjuđ ađ lesa ţađ sem George skrifađi og hlakka til ađ klára ţá bók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur ekki veriđ ađ langamma ţín hafi veriđ anarkisti?!! Hvađa ár voru ţessir ţćttir í útvarpinu? Langar til ađ hlusta á ţá. Gleđileg jól.
María Kristjánsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:00
Já ţegar mađur hugsar út í ţađ, ţađ er ţetta a.m.k. furđuleg tilviljun. En samt eitthvađ út í hött ađ áhuginn sé ćttgengur, ţađ vćri kannski eđlilegt ef ađ ţiđ vćruđ í einhverju sambandi og rćdduđ málin um anarkisma.
Linda litla, 23.12.2007 kl. 09:12
Finnum betri tíma til ađ tala um anarkisma. Ţessa dagana trúi ég helst á jólasveinana, mömmu ţeirra og pabba (opps, sennilega á mađur ađ trúa á e-n annan akkúrat núna) . Hvađ um ţađ. Bestu kveđjur til ykkar međ ósk um gleđileg jól. Sjáumst fljótlega á nýju ári.
Helga 23.12.2007 kl. 10:12
Langamma átti tvö börn sem hún ţurfti ađ gefa frá sér ţegar fyrri eiginmađurinn dó. Annađ ţeirra var amma. Hún stofnađi nýja fjölskyldu og fluttist austur á land og eignađist ţar fullt af börnum, var gift kennara, ég man hana bara sem konu á peysufötum en ţađ getur leynst anarkisti á óvćntum stöđum. Ţćttirnir voru á dagskrá líklega veturinn 1998-1989.
Einhvern tíma mun ég eflaust ná ađ kynnast George frćnda mínum, alla vega er áhuginn fyrir hendi ţótt hann búi í Eyjaálfu suđur í höfum og ég á ţessari litlu eyju hér norđur frá.
Helga, viđ munum ábyggilega hittast fljótlega á nýju ári, viđ hér tökum sjálf ađ okkur ađ vera jólasveinar og ţvćlumst um í dugnađarkasti, sem ţó dugar hvergi nćrri til enn ađ fleyta okkur gegnum jólatiltektina (ţví auđvitađ erum viđ ađ klára ađ leggja parkettiđ á margflotađa gólfiđ uppi).
Gleđileg jól!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.12.2007 kl. 14:16
vá ţetta er amk skemmtileg tilviljun! sem betur fer gekk áhugi á einkaframtakinu, sjálfstćđisflokknum og framsókn ekki í erfđir í mínu tilfelli
halkatla, 23.12.2007 kl. 16:18
Gleđileg jól.
Sigurđur Hólmar Karlsson, 23.12.2007 kl. 22:06
Gleđileg jól
Ingigerđur Friđgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:28