Jólin munu koma *

Gerði þessa ágætu uppgötvun, jólin munu koma. Og þau munu koma, hvort sem við leggjumst í pest eða ekki rétt fyrir jól, hvort sem það er búið að gera allt sem þarf eða ekki, hvort sem prófin klárast fyrir jól eða ekki. Jólin munu koma og það er bara þannig. Fyrir flesta er það yndislegt, við erum í hópi þeirra lánsömu sem búum okkur undir gleðileg jól í hópi ástvina. Vona að aðrir sem kvíða jólunum muni finna leiðina til að njóta þeirra og ef hjálpar er þörf rati sú hjálp til þeirra.

Pestin er enn á sínum stað, núna vona ég heitast að ég hafi ekki smitað Hönnu mína. Feðgarnir virðast frískir en til öryggis ber ég í tré. Prófið frestast aðeins stutta stund fram á næsta ár. Verkefnamálin mín eru að skýrast mjög og ég er að leggja línurnar í næstu verkefnum svona á milli þess að ég fikra mig út í tiltektina, það er ótrúlegt að hægt sé að svitna af því að þurrka af - sitjandi! Því miður er ég búin með spennusöguna sem hefur séð um að svæfa mig að undanförnu og stærðfræðiblöðin (fyrir næsta próf) eru því miður skemmtilegri en svo að ég sofni yfir þeim. Þannig að kannski verð ég búin að bæta upp ólesið efni fyrir áramót, sem væri svo sem allt í lagi.

Byrjuð að senda út jólapóstinn, hef vanrækt jólakort að mestu seinustu árin en útbjó þess í stað smá fjölskyldusögu frá síðasta ári sem fer að fara í dreifingu. Vonandi hef ég sem minnstan tíma til að blogga til jóla. en það er alltaf gaman að grípa í það á milli. Njótið aðventunnar! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband