Jólin munu koma *
19.12.2007 | 23:20
Gerđi ţessa ágćtu uppgötvun, jólin munu koma. Og ţau munu koma, hvort sem viđ leggjumst í pest eđa ekki rétt fyrir jól, hvort sem ţađ er búiđ ađ gera allt sem ţarf eđa ekki, hvort sem prófin klárast fyrir jól eđa ekki. Jólin munu koma og ţađ er bara ţannig. Fyrir flesta er ţađ yndislegt, viđ erum í hópi ţeirra lánsömu sem búum okkur undir gleđileg jól í hópi ástvina. Vona ađ ađrir sem kvíđa jólunum muni finna leiđina til ađ njóta ţeirra og ef hjálpar er ţörf rati sú hjálp til ţeirra.
Pestin er enn á sínum stađ, núna vona ég heitast ađ ég hafi ekki smitađ Hönnu mína. Feđgarnir virđast frískir en til öryggis ber ég í tré. Prófiđ frestast ađeins stutta stund fram á nćsta ár. Verkefnamálin mín eru ađ skýrast mjög og ég er ađ leggja línurnar í nćstu verkefnum svona á milli ţess ađ ég fikra mig út í tiltektina, ţađ er ótrúlegt ađ hćgt sé ađ svitna af ţví ađ ţurrka af - sitjandi! Ţví miđur er ég búin međ spennusöguna sem hefur séđ um ađ svćfa mig ađ undanförnu og stćrđfrćđiblöđin (fyrir nćsta próf) eru ţví miđur skemmtilegri en svo ađ ég sofni yfir ţeim. Ţannig ađ kannski verđ ég búin ađ bćta upp ólesiđ efni fyrir áramót, sem vćri svo sem allt í lagi.
Byrjuđ ađ senda út jólapóstinn, hef vanrćkt jólakort ađ mestu seinustu árin en útbjó ţess í stađ smá fjölskyldusögu frá síđasta ári sem fer ađ fara í dreifingu. Vonandi hef ég sem minnstan tíma til ađ blogga til jóla. en ţađ er alltaf gaman ađ grípa í ţađ á milli. Njótiđ ađventunnar!