Ótímabćrt en yndislegt útivistarleyfi

Gaf sjálfri mér ótímabćrt en yndislegt útivistarleyfi frá pestinni (ađallega) og próflestrinum, sem hefur veriđ í skötulíki vegna fyrri ástćđunnar. Hafđi samt góđa ástćđu, veriđ ađ skíra litlu, fallegu tvíburana hennar Guđrúnar bróđurdóttur minnar. Svo var ekki seinna vćnna ađ hitta á Nínu systur, sem verđur í Ameríku hjá dćtrum sínum um jólin, svo ég vildi nú helst sjá framan í hana áđur en hún fćri. Ţađ er ađ renna upp fyrir mér ţađ ljós ađ ţađ er ekki einu sinni víst ađ ég verđi orđin frísk á ţriđjudag ţegar prófiđ verđur. Ég hélt kannski ađ ef ég gerđi allt sem ég gćti til ađ losna viđ pestina ţá tćki ţađ viku, en annars sjö daga, en eftir ađ hafa heyrt lćknana tvo, Guđrúnu og Margréti mágkonu hennar, segja frá sinni reynslu af haustpestunum ţá er ég ögn efins. Ţetta kemur allt í ljós. Alla vega sofnađi ég strax eftir skírnina og hef veriđ meira og minna dormandi síđan, ţannig ađ morguninn kom allt of snemma ţennan daginn. Búin ađ taka til stćrđfrćđiblöđ til ađ lesa, og á eftir ađ finna út hvort ég muni vakna eđa sofna yfir ţeim.

Skírnin var skemmtileg, ótrúlega afslöppuđ og alveg til fyrirmyndar í ţeim efnum. Fullt af fólki sem er mislangt síđan ég hitti seinast og ósköp notalegt ađ hitta. Systkini mín og krakkarnir ţeirra eru alveg frábćr öll, Kjartan systursonur minn spilađi á klarinett viđ athöfnina til dćmis! Svo er alltaf svo gaman ađ sjá hana Jóhönnu fyrrverandi mágkonu mína og hennar fólk, hitti ţau allt of sjaldan, en alltaf jafn gaman ţegar ţađ gerist. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju međ skírn, en hvađa nöfn fengu börnin svo? Gangi ţér vel í prófinu og vonandi rjátlast pestin af ţér áđur. Eldri mín er í prófum í HÍ og kemur svo hingađ norđur ţegar ţađ síđasta klárast. Ţá verđur hátíđ í bć - eins og hjá ţér eftir ţitt 

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.12.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ađferđin viđ nafnavaliđ var mjög skemmtilegt, útprentun úr Íslendingabók og síđan valin og rađađ saman ţeim nöfnun úr fjölskyldunni sem foreldrunum fundust falleg. Börnin heita Emil Sölvi og Elín María. Emil er danskur langafi okkar, apótekari á Jótlandi (!) ţannig ađ ţađ er hlutinn sem viđ eigum sérstaklega ;-) - sammála ađ ţađ er gaman ađ fá krakkana sína heim um jólin, skil vel ađ ţú hlakkir til, nafna. Ef ég nć ekki ađ hrista pestina af mér fyrir próf ţá eru sjúkraprófin í janúar í verkfrćđideildinni, blótađi ţví mikiđ í fyrra en sé ekkert nema kosti viđ ţađ núna, ef til ţess kemur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.12.2007 kl. 16:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband