Jóhanna lofar björgun Foreldrahúss! Húrra!

Mér fannst flottust þessi setning í viðtali Sjónvarpsins þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lofaði að Foreldrahúsinu yrði bjargað. Þegar hún var spurð hvort það væri hægt að bjarga því fyrir áramót, þegar Vímulaus æska missir húsnæði Foreldrahússins, hvort tíminn væri ekki of stuttur, þá svaraði hún: Við látum hann duga!

Þetta var flott umfjöllun í Sjónvarpinu og dásamlegt loforð félagsmálaráðherra og hún er nú yfirleitt þekkt fyrir það að standa við það sem hún lofar. Viðmælendur Sjónvarpsins í gær eiga líka heiður skilinn fyrir öflugan málflutning og allir sem leggja þessari baráttu lið. Það er ekki hægt að spara þegar líf og vellíðan fjölskyldna í vanda er í húfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Frábært svar ,,Við látum hann duga" Hún Jóhanna er alveg frábær, og það rignir sko ekki upp í nefið á henni.

Svala Erlendsdóttir, 10.12.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta var bara gott, nýr kafli í mikilvægri sögu að hefjast. Og ég hef trú á að Jóhönnu takist þetta vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.12.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta eru frábærar fréttir:)

Birgitta Jónsdóttir, 10.12.2007 kl. 22:36

4 identicon

Ein rósin enn í búntið sem hún Jóhanna er komin með síðan hún komst í embætti. Það væri hræðilegt í einu orði sagt ef þessi starfsemi lenti á hrakhólum.

Anna Ólafsdóttir (anno) 10.12.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið vildi ég að við ættum margar svona Jóhönnur. Hún er hreint út sagt frábær, "við bara gerum það sagði hún" þetta minnir mann á skipstjóra ekkert rugl bara framkvæma. Svona á þetta að vera.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.12.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Kári Harðarson

Ég fíla hana í tætlur, hef alltaf gert. 

Kári Harðarson, 11.12.2007 kl. 08:55

7 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Já, það er þarft verk að bjarga þessu máli og Jóhönnu líkt að bregðast snöfurmannlega við. Í Foreldrahúsinu er unnið mikilvægt starf á sjálfstæðum grundvelli og ráðvilltum foreldrum hjálpað. Það gerir S'A'A að vísu líka og á skilið sitt hrós. En Foreldrahúsið verður að halda áfram.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 11.12.2007 kl. 11:12

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ósvikin gleði og líka notalegt að finna hve margir fagna þessari þróun mála.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.12.2007 kl. 17:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband