Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jóhanna lofar björgun Foreldrahúss! Húrra!
10.12.2007 | 19:29
Mér fannst flottust þessi setning í viðtali Sjónvarpsins þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lofaði að Foreldrahúsinu yrði bjargað. Þegar hún var spurð hvort það væri hægt að bjarga því fyrir áramót, þegar Vímulaus æska missir húsnæði Foreldrahússins, hvort tíminn væri ekki of stuttur, þá svaraði hún: Við látum hann duga!
Þetta var flott umfjöllun í Sjónvarpinu og dásamlegt loforð félagsmálaráðherra og hún er nú yfirleitt þekkt fyrir það að standa við það sem hún lofar. Viðmælendur Sjónvarpsins í gær eiga líka heiður skilinn fyrir öflugan málflutning og allir sem leggja þessari baráttu lið. Það er ekki hægt að spara þegar líf og vellíðan fjölskyldna í vanda er í húfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Frábært svar ,,Við látum hann duga" Hún Jóhanna er alveg frábær, og það rignir sko ekki upp í nefið á henni.
Svala Erlendsdóttir, 10.12.2007 kl. 20:07
Þetta var bara gott, nýr kafli í mikilvægri sögu að hefjast. Og ég hef trú á að Jóhönnu takist þetta vel.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.12.2007 kl. 20:53
Þetta eru frábærar fréttir:)
Birgitta Jónsdóttir, 10.12.2007 kl. 22:36
Ein rósin enn í búntið sem hún Jóhanna er komin með síðan hún komst í embætti. Það væri hræðilegt í einu orði sagt ef þessi starfsemi lenti á hrakhólum.
Anna Ólafsdóttir (anno) 10.12.2007 kl. 22:51
Mikið vildi ég að við ættum margar svona Jóhönnur. Hún er hreint út sagt frábær, "við bara gerum það sagði hún" þetta minnir mann á skipstjóra ekkert rugl bara framkvæma. Svona á þetta að vera.
Hallgrímur Guðmundsson, 10.12.2007 kl. 23:27
Ég fíla hana í tætlur, hef alltaf gert.
Kári Harðarson, 11.12.2007 kl. 08:55
Já, það er þarft verk að bjarga þessu máli og Jóhönnu líkt að bregðast snöfurmannlega við. Í Foreldrahúsinu er unnið mikilvægt starf á sjálfstæðum grundvelli og ráðvilltum foreldrum hjálpað. Það gerir S'A'A að vísu líka og á skilið sitt hrós. En Foreldrahúsið verður að halda áfram.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, 11.12.2007 kl. 11:12
Ósvikin gleði og líka notalegt að finna hve margir fagna þessari þróun mála.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.12.2007 kl. 17:30