Gleðipopp

Það er svo gaman að gramsa á YouTube. Eftir að ég gróf upp eitt af mínum gömlu uppáhaldslögum, Lazy Sunday Afternoon, með Small Faces, þá varð ég auðvitað að sækja gleðipopp-stuðlag allra tíma. Hér er það. 

Itchycoo Park

og fékk þá auðvitað smá áhyggileysis- gleði og hamingjupoppkast. Þetta er örugglega eitthvað sálrænt, kannski af því að ég er að byrja í próflestri. En alla vega hér er hitt eða kæruleysis-gleðipopplagið sem ég elska.

Even the bad times are good.

Og svo auðvitað eitt enn aðeins nýrra, sem kemur mér alltaf í gott skap:

Blister in the sun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Kúbumyndirnar þínar kveiktu smá tilhlökkun hjá mér. Það lítur út fyrir að bílarnir þarna á Kúbu séu þokkalega gamlir og flottir

Góð lög sem þú fannst á youtube, ég sat við tölvuna ein (eins og vanalega) og söng með. Það var eiginlega eins gott að ég var ein, get ekki sagt að ég sé mikil söngkona

Linda litla, 4.12.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott að geta ferðast með heilu bloggsamfélagi og spila  fyrir fleiri en sjálfa sig. Svo skoðum við öll myndirnar hjá Lindu litlu þegar hún kemur frá Kúbu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.12.2007 kl. 16:12

3 identicon

Þetta var alveg dásamlegt á að hlýða, sérstaklega þó Itchycoo Park - og sviðsframkoman náttúrulega bara snilld  takk fyrir þetta

Anna Ólafsdóttir (anno) 4.12.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tvö af þremur eru hreint ekki slæm. Takk!

Haukur Nikulásson, 6.12.2007 kl. 08:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband