,,Go liddlu dćduna" og hápólitískir barnagallar

Um leiđ og ég fór í bleiku angórusokkana mína ţá fór ég allt í einu ađ hugsa um barnagallamáliđ hennar Kolbrúnar Halldórs. Eins og ég hef einhvern tíma nefnt einhvers stađar á blogginu ţá klćddi mamma mig alltaf í ljósblátt ţegar ég var lítil og hennar rök voru ađ ég vćri ekki međ bleik augu. Eins og gefur ađ skilja (af samhenginu) var ég međ ljósblá augu í ţá daga. Síđar á ćvinni varđ ég ákafur ađdáandi bleiks litar og á veglegt bleikt skósafn ţví til sönnunar. En, ég er ađ hugsa um hvort einhver af ţeim sem kíkti niđur í kerruna forđum hafi sagt: ,,Go liddlu dćduna"* og klipiđ í kinnina á mér. Ónei, ćtli ţađ hafi ekki frekar veriđ sagt: ,,Ah, myndarlegur strákur, sem ţú ert međ ţarna! Hann á einhvern tíma eftir ađ verđa stór og sterkur!"

 

* Á íslensku: ,,Sko litlu, sćtu, stelpuna." 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég efast ekkert um ađ ţú hafir veriđ myndarlegur strákur

Linda litla, 29.11.2007 kl. 08:48

2 identicon

Rök mömmu ţinnar voru góđ.  Hvort ţú sért undantekningin sem sannar regluna, veit ég ekki, en ekki reyndist blái liturinn hennar mömmu ţinnar stefnumarkandi um uppáhaldslitinn ţinn, "bleika" kona. Ţađ er ţví spurning hvort línurnar séu lagđar á fćđingardeildunum.  

Helga 29.11.2007 kl. 09:53

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hehe, litirnir geta veriđ skemmtilegir. Minn eldri strákur var mjög oft í rauđu og ţar ađ auki međ blćvćngi fyrir augnhár og flestir voru vissir um ađ ţetta vćri stelpa

Svala Erlendsdóttir, 29.11.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Bleiki liturinn er fyrst og fremst litur femínista! Ef Kolbrún hefđi hugsađ sig tvisvar um hefđi henni orđiđ ljóst ađ bleiki liturinn er miklu meira áberandi á femínistum en ungabörnum af augljósum ástćđum. Ungabörn fara ekki í mómćlagöngur. Og ţar af leiđandi hlýtur stúlka í bleiku ađ vera virkilega "óţekk" stelpa sem ćtlar ekki ađ láta kúga sig! Er ţađ ekki skilabođ bleika litsins?

Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 18:20

5 identicon

Kćra Anna.

Takk fyrir frábćrar postillur (blogg).

Ég veit ekki annađ en ađ finnsk stjórnvöld senda, ennţá, körfu til hvers  nýfćdds "Fnna"frá vetrastríđunu 1938-1939

Báđir litiir eru međ og viđ getum bara valiđ eins og mamma ţín gerđi 1952.

k

Kristjana 29.11.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ţađ er auđvitađ miklu skemmtilegra ađ velja sér lit ţegar mađur er orđinn nógu gamall til ţess sjálfur, en fram til ţess held ég ađ ţađ sé sniđugt ađ velja ţessa ,,kynhlutlausu" liti. Svo strákarnir séu ekki böggađir endalaust međ kröfu um ađ vera stórir og sterkir og talađ sé viđ stelpurnar eins og hálfvita. Eins og kemur fyrir. Ég hef í alvöru heyrt fullorđna manneskju segja viđ litla stelpu nákvćmlega ţetta: Go liddlu dćduna! og mér finnst ţađ bara frekar fúlt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.11.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég held ađ ţetta sé ţjóđsaga ađ komiđ sé fram viđ stelpur eins og hálfvita, flökkusaga sem gengur mann fram ađ manni! Hugsiđ ykkur, 50% fleiri konur útskrifast sem stúdentar. Varla hefđi sú ţróun orđiđ ef almennur hálfvitagangur hefđi veriđ í uppeldi ţeirra. Ađ minnsta kosti hefur ţeim ekki orđiđ beint af ţví ađ vera ađskilin frá strákunum međ hinum ljósbleika lit á fćđingardeildinni nema síđur sé.

Benedikt Halldórsson, 30.11.2007 kl. 01:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband