Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Takk fyrir góða þátttöku í seinustu skoðanakönnun. Ég beið lengi vel eftir að línur færu að skýrast, en það var ekki fyrr en á lokasprettinum að það gerðist. Könnunin snerist um hvernig veðrið yrði í vetur og undir lokin tók athyglisverður valkostur loks forystuna: Þeir sem segja að sér sé slétt sama hvernig veðrið verði í vetur og ætla að eyða honum á Kanarí stungu aðra af í könnuninni. Næstvinsælastur var valkosturinn: Rysjóttur vetur og Snjór og stillur fylgdu á eftir ásamt þeim sem telja að veturinn muni harðna eftir áramót.
Og nú er ég búin að setja inn nýja könnun, þar sem ekki er nema rétt rúmur mánuður til jóla. Endilega takið þátt í að skoða ykkur og aðra í samfélagsspeglinum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Það vantaði alveg valkostinn minn sem er: Telja niður dagana til 19. desember þegar ég flýg til Íslands í jólafrí
Í staðinn merkti ég við að ég tilheyrði rétttrúnaðarkirkjunni, sem er auðvitað ekki alveg rétt, en næstum því þar sem ég er búsett á heimssvæði í augnablikinu sem tilheyrir rétttrúnaðarkirkjunni og hér er því alveg rosalega langt til jólanna
Auður H Ingólfsdóttir 19.11.2007 kl. 20:27
Aha, ég játa á mig vanrækslu varðandi 19. desember (eðaldagur, fyrsti dagur eftir próf og auk þess er alltaf haldið pínulítið upp á 19. hvers mánaðar hér á heimili, sbr. í dag), en treysti því að aðrir og óvinsælli valkostir njóti góðs af, samanber þitt framlag.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.11.2007 kl. 20:31
Hefði viljað betri árangur með grjótfokið, það var snilld.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 22:47
Grjótfok fékk 11% atkvæða og lenti í 7unda sæti af 13, sem sagt alveg í blámiðjunni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 00:38
Svakalega þekkirðu marga nemendur, 33,3% Kemur svo önnur könnun þegar prófin eru búin?
Helga 20.11.2007 kl. 02:18
Þegar prófin eru búin verða bara sex dagar til jóla, ætli fólk nenni að taka þátt í annarri ,,hvað ætlarðu að gera til jóla" könnun þá? Sjáum til hvernig þetta þróast.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 02:28
Sæl aftur Anna. Takk fyrir innlitið í gestabókina. Ég sá ekki hnapp yfir gestabók hjá þér, þannig að ég svara bara hér...
Ég er í Makedóníu að vinna fyrir UNIFEM á vegum íslensku friðargæslunnar.
Kær kveðja
Auður H Ingólfsdóttir 20.11.2007 kl. 08:10
Gaman að heyra. Ég hefði eflaust átt að geta giskað á það, eftir dvöl Kristínar Ástgeirs á svipuðum slóðum,
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 10:23
Og svo þarf ég greinilega að bæta úr þessu með gestabókina, fannst reyndar að fáir hefðu skrifað ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 10:24