Misstuð þið líka af jarðskjálftanum?

Ég veit að jarðskjálftar eru ekkert grín, en samt er ég alltaf svolítið spæld þegar ég ,,missi af" jarðskjálftum, eins og þegar stóri 17. júni skjálftinn kom árið 2000. Þá sat ég í bíl í Keflavík og þegar skjálftinn reið yfir kom þessi ágæta athugasemd úr sætinu við hliðina: Það er aldeilis farið að hvessa. Svo hringdi nágranninn að norðan og vildi vita hvort húsið hans stæði enn. Frétti það líka frá Ungverjalandi núna að skjálfti hefði orðið hér rétt fyrir utan Álftanes. Vissi það ekki fyrr en þá, sem sagt missti af þessum.

Hef náð nokkrum mögnuðum skjálftum, stóll rúllað með mig (það var Jónsmessuskjálftinn 2000) og sá besti var þegar við Elísabet systir vorum í símanum, hún á Seltjarnarnesi og ég á Álftanesi. Einn af Krýsuvíkurskjálftunum minnir mig. Ég spurði: Fannstu þennan, hann var stór! Og hún sagði nei, .... jú núna finn ég hann. Hann ER stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef skjálftarnir stunda það að forðast þig þá dettur mér í hug hvort það sé ekki góð hugmynd fyrir Selfyssinga að fá þig til að setjast að í bænum???

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.11.2007 kl. 22:29

2 identicon

Gera þig út sem jarðskjálftafælu? Ja... ég held að mér lítist bara vel á hugmyndina.

Annars þá finnst mér jarðskjálftar bara notalegir svona meðan hlutir haldast í hillum og hús á grunnum.

Helga 20.11.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Linda litla

Þú ert mjög heppin að missa af jarðskjálftum, ég átti heima á Hellu þegar stóri skjálftinn reið yfir, var eitthvað að myndast við að hafa skírnarveislu..... og veistu það að ég hefði alveg viljað sleppa því að vera þar.

Linda litla, 20.11.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held að ástæðan fyrir því að ég tel mig ,,missa af" jafðskjálftum sé einmitt sú að ég hef ekki upplifað alvöru málsins og ber því lítið skynbragð á það. Hvort ég gæti haldið jarðaskjálftum utan tiltekinna svæða er auðvitað umdeilanlegt en varla eru til nein vísindi til að styðja það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Því miður missti ég algjörlega af þessum skjálfta, argggg!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Var í brúðkaupi þegar skjálftarnir gengu yfir 17 júní 2000. Brúðurin flúði Vestmannaeyjar upp á land þegar gaus þar 1973 svo að þetta var svolítið táknrænt að jörðin skildi nötra þegar hún loksins gekk í það heilaga. Við vorum stödd í Keflavík og brúðurin hélt að það væri að líða yfir sig.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Anna mín, þú ert velkomin austur. Get samt ekki lofað skjálfta því þeir koma bara þegar þeir koma Ég get hreinlega ekki sofnað. Vona að morgundaguurinn verði betri hjá okkur Selfyssingum.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 02:04

8 identicon

Ég man þegar ég og pabbi sátum inn í stofu upp á Skaga og horfðum á Bubba og Ómar lýsa boxi þegar jarðskjálfi reið yfir. Allt hristist og skalf í stúdíóinu hjá þeim en við gátum lítið annað haldið fast í stólarmana og beðið eftir að skjálftinn næði til okkar. Nokkrum sekúndum seinna nötraði svo allt.

Þetta verður örugglega í fyrsta og eina skipti sem maður mun fá að vita af jarðskjálfta fyrirfram.

Egill Harðar 21.11.2007 kl. 12:43

9 identicon

Já þvílíkur bömmer að vera á Spáni í Júní 2000, hef alltaf verið mikill skjálftamaður og leiðinlegt að missa af þeim stóra. Þó að þetta sé alvarlegt að þá verð ég bara að viðurkenna að ég er alltaf skælbrosandi eftir einn góðann, bara viðbrögð sem koma sjálfkrafa og enginn óvirðing gagnvart þeim sem lenda í hættu eða verða fyrir skemmdum :)

Geiri 21.11.2007 kl. 13:22

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fyrst það er hægt að tilkynna skjálfta á Álftanesi í síma áður en hans verður vart á Seltjarnarnesi þá hlýtur tímamunurinn milli Reykjavíkur og Skagans að vera enn meiri. Hmm, já, ég held þetta hljóti að vera öðru vísi fyrir ykkur sem búið við þetta viðvarandi og íhuga að fara austur ef þetta fer vaxandi (átti 6 góð sumur í Fljótshlíðinni þegar ég var um tvítugt í sveit).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.11.2007 kl. 19:07

11 Smámynd: Oddrún

Vinkona mín var að gifta sig 17. júní 2000 og ég var á leiðinni í brúðkaupið þegar sá stóri kom, hélt að þetta hefði verið svimakast þangað til ég kom í brúðkaupið og allir voru að tala um þetta. Um nóttina kom annar og ég hélt að rúmið væri að gefa sig, það var lélegt fyrir

Ég missti líka af skjálftanum núna og missi yfirleitt af þeim,,, hélt að ég væri bara einhver Slúbert en það eru greinilega fleiri svona en ég. Held að ég sé skjálfta ónæm

Oddrún , 21.11.2007 kl. 20:27

12 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég er líka svekktur að missa af skjálftunum, sérstaklega suðurlandsskjálftunum. Ég fann þá reyndar báða hér í bænum en er uppalinn þaðan sem skjálftarnir eru ættaðir og bara fyrir tilviljun að ég var ekki á svæðinu.

Hins vegar var félagi minn á bæ MJÖG nálægt upptökum seinni skjálftans og fékk taugaáfall í kjölfarið, slík voru lætin.

Steinn Hafliðason, 21.11.2007 kl. 23:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband