Flug og frestanir
13.11.2007 | 16:42
Tćplega ţriggja tíma frestun á flugi er svo sem ekki mikil, nema kannski ef frestunin er frá klukkan tvö til ađ verđa fimm ađ nóttu. Var svo ljónheppin ađ eiga mág í Barcelona ţannig ađ eftir vćnan blund heima hjá honum héldum viđ nokkrir ferđafélagar ţokkalega hvíldir af stađ um miđja nótt út á flugvöll. Ferđafélagarnir, sem beđiđ höfđu á vellinum mislengi, voru margir frekar framlágir ţegar viđ mćttum, kona međ ótrúlega ţćgt barn hafđi til dćmis beđiđ frá ţví um tíu leytiđ kvöldiđ áđur. Hvers vegna hún mćtti svona snemma veit ég reyndar ekki. Tvćr vélar voru til Keflavíkur, viđ Heimsferđalangar ţurftum ekki ađ bíđa svo óskaplega lengi en hitt flugiđ sýndi alla vega sjö stunda frestun.
Sjaldnast neitt viđ svona löguđu ađ segja og eftir ađ hafa horft á fyrri myndina á leiđinni var bara ađ leggja sig, sem yfirleitt gengur vel, reyndar svo vel ađ ég svaf í gegnum lendinguna. Rumskađi reyndar svona hálftíma áđur ţegar skandinavíski flugstjórinn fór ađ segja brandara: ,,Svona lítur öryggisbeltaljósiđ út ţegar kveikt er á ţví og svona ţegar slökkt er á ţví! Núna er kveikt á ţví og allir eiga ađ drífa sig í sćtin." Ţetta endurtók hann tvisvar ţar til tókst ađ smala liđinu í sćtin. Norrćnn húmor. Svo datt ég aftur útaf ţegar ég kom heim í morgun, ţannig ađ ég missti af tíma og ćtla ađ bćta ţađ upp međ aukinni áherslu á heimadćmin, sem hvort sem er ţarf ađ sinna.
Eftir ađ heimanám og vinna hafa fengiđ ţann fókus sem nauđsynlegt er ćtla ég ađ reyna ađ setja inn myndir og smá ferđasögu úr frábćrri ferđ til Barcelona.