Eggert og blómin

Hafdís vinkona mín var búin að segja mér að ég mætti alls ekki gleyma því að fara á sýninguna hans Eggerts á Kjarvalsstöðum. Ég er í mikilli þakkarskuld við hana, eins og nokkrum sinnum áður, til dæmis þegar hún dreif mig á Þingvelli einhvern tíma í góðu tómi og við gerðum nokkar vatnslitamyndir af fallegum mótívum þar. Myndir af afrakstrinum reyndar hér í myndamöppunni Myndlist.

Þessi sýning hans Eggerts er alveg ótrúleg. Eini gallinn við hana er sá að það var alveg útilokað að skoða hinar sýningarnar í húsinu, sem voru ágætlega áhugaverðar, eftir upplifunina. En alla vega, síðasta sýningarhelgi núna um helgina, þið sem hafið tök á, ekki missa af þessari sýningu.

437207A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sá umfjöllun um sýninguna í sjónvarpinu og heillaðist af því sem ég sá. Get alveg ímyndað mér að þetta hafi verið mögnuð upplifun. En BTW: Af því að þú málar, kíktu á verkin hennar Þuru http://www.thura.is/basic_myndlist_verkin.html 

Anna Ólafsdóttir (anno) 2.11.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Alltaf mikil ánægja að skoða það sem Þuríður er að gera. Sameiginlegur vinur okkar hefur verið duglegur að halda mér við efnið þannig að ég hef fylgst með henni af áhuga frá því hún var að læra, svo kann ég líka afskaplega vel við hana frá blaðamennskuárunum þegar ég tók viðtal við hana, þá vegna tónlistarinnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.11.2007 kl. 12:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband