Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þverpólitísk samstaða staðfestir fljótaskrift
1.11.2007 | 12:05
Þverpólitísk samstaða um málið, segir í fréttinni, og það eru kannski stóru fréttirnar. Flestum (ekki öllum, sé ég á bloggathugasemd) er farið að skiljast að hér var hreinlega ekki farið rétt að og hvað svo sem fólk vill sjá sem endanlega niðurstöðu þá verður að fara rétt að. Umræðan um stefnumörkun, kosti og galla þeirra leiða sem fara má, á eftir að fara fram. Ekki má gleyma því að hér er verið að fara með almannafé og eignir almennings. Þetta er stórt mál eins og sést á því hvaða stjórnmálaafleiðingar það hafði í för með sér. Kvíði ekki framhaldinu, það er stórmannlegra að viðurkenna mistök en að hanga á þeim eins og hundur á roði.
Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
"...hreinlega ekki farið rétt að" Hvað var rangt? REI er nákvæmlega sami hlutur og t.d. Landsvirkjun og RARIK hafa verið að gera. Allar ákvarðanir voru teknar á löglegan hátt af stjórn OR (sem var skipuð þessu sama fólki og fulltrúum þess).
Þetta eru skelfileg mistök stjórnmálamanna sem þurfa að bjarga eigin skinni vegna þess að þeir hafa notað mun stærri orð en nokkur ástæða hefur verið til.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.11.2007 kl. 12:14
Tvennt sem ekki er hægt að verja, að taka ákvörðun án fullnægjandi kynningar á efnisatriðum og forsendum og að halda mikilvægan fund án réttar fundarboðunar. Það fyrrnefnda er óyggjandi en ég ætla að leyfa dómstólunum að skera úr um hið síðarnefnda.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.11.2007 kl. 12:54
Siggi: Ég veitt ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er þekkt "vandamál" að sumir stjórnmálaflokkar hafa reynt að hraða málum í gegnum þingið með flýtimeðferð án fullnægjandi kynningar. Almenningi hefur oftar en ekki blöskrað (lífeyrisréttindi þingmanna, fjölmiðlafrumvarp o.s.frv.) en stundum fréttist þetta ekki fyrr en það var orðið að lögum.
Það er ástæðan fyrir því að þörf er á viku fyrirvara fyrir stjórnarfund - það þarf tíma til að fara yrir málin. Það skiptir ekki máli hvort allir mættu og samþykktu, fundurinn sjálfur var ekki löglegur svo að allt sem gerðist á honum er dautt og ómerkt.
Einar Jón, 1.11.2007 kl. 15:07