Ungverjaland

Einn uppáhaldsbrandarinn hans pabba, sem hafđi frekar absúrd húmor, var: ,,Ung var ég gefin Njáli, eins og kellingin sagđi." (Fyrir ykkur sem efist, ţá er brandarinn búinn). Vandamáliđ fyrir mig var bara ađ ég vissi aldrei hver ţessi Ungverji var. 

Ţetta hefur eflaust veriđ um ţađ bil sem ég var fjögurra ára og ungverskir flóttamenn komu til Íslands. Svo liđu árin og ég hugsađi ekki meira um Ungverjaland en hver annar krakki og unglingur međ mikla ferđaţrá. Svo ţegar ég var átján eignađist ég ágćta ungverska vinkonu, Esteru Vechery, sem reyndar var frá Osijek í Vojvodina og tilheyrđi ungverska minnihlutanum ţar, en Vojvodina var ţá sjálfsstjórnarsvćđi innan ţáverandi Júgóslavíu.  Hún sagđi í tíma og ótíma: I'm hungry, I'm angry and I'm Hungarian, sem er svona álíka fyndiđ og brandarinn hans pabba. 

Ţegar ég kom fyrst til Búdapest, 22 ára ađ aldri, féll ég í stafi yfir heimsborginni miklu, sem mér ţótti mun meira til koma en Parísar, sem ég var nýbúin ađ heimsćkja. Ţetta var löngu fyrir fall múrsins og á flakki mínu um Austur-Evrópu fannst mér ţá mikill munur á fólkinu í Prag og Budapest á ţessum tíma. Í Budapest var lítiđ hćgt ađ merkja ađ fólk fyndi sig kúgađ og bćlt, sem aftur á móti var sláandi tilfinning í Prag, sex árum eftir ,,Voriđ í Prag".

Síđan múrinn féll hef ég komiđ bćđi til Budapest og Debrecen, sem er nćststćrsta borgin, austarlega í landinu og státar af allmörgum erlendum stúdentum, ţeirra á međal fáeinum tugum Íslendinga, sem flestir eru ađ lćra lćknisfrćđi. Ţangađ er ég ađ fara á ţriđjudaginn ađ heilsa upp á hana dóttur mína sem er í ţessum ágćta stúdentahópi, hlakka mikiđ til. Debrecen er afskaplega falleg miđevrópsk borg, hefur yfir sér ţokka rótgróinna smáborga, í bland viđ bjartsýna neyslugleđi. Verđlagiđ ennţá gott og veđriđ enn betra, nema rétt yfir blá vetrarmánuđina. Samkvćmt veđurspánni verđur hitinn á nćstunni 14-19 gráđur á daginn og sól flesta daga, en fer niđur í 3-7 gráđur á nóttunni. Og svo verđur auđvitađ mest gaman ađ heilsa upp á dótturina, en viđ ćtlum líka ađ vera duglegar ađ lćra/vinna í bland viđ skemmtunina. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

manni langar bara ađ fara á stađ ţegar mađur les ţetta, rakst á ţesssa flottu síđu ţína ţegar ég var ađ leita af efni í fyrirlestur um Hring Jóhannesson.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.10.2007 kl. 20:24

2 identicon

Góđa ferđ út! Já, og líka til baka! Vonandi skemmtiđ ţiđ mćđgur ykkur eins og kostur er. Hlakka síđan til ađ sjá ţig í nćstu viku.   

Helga 15.10.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk báđar!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.10.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Góđa ferđ, elskan mín, og knúsađu Hönnu, tilvonandi hirđlćkninn minn, frá mér. Ég hef styttuna góđu frá henni viđ hliđina á tölvunni og fć aldrei ritstíflu ... enda álagastytta. 

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2007 kl. 00:48

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, Gurrí mín, Hanna var einmitt ađ minna mig á ađ viđ ćttum erindi til Budapest, eins og vinnu minni framundan er háttađ ţá er öruggara ađ fá sér styttu ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.10.2007 kl. 01:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband