Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er eitthvað að gerast í Brussel?
23.9.2007 | 18:42
Geir Haarde kom í sjónvarpið áðan og minnti á að aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Samt eru einhverjar mjög óskilgreindar viðræður í gangi í Brussel. Spurning hvort þetta sé frétt eða ekkifrétt. Allavega þá var þessi frétt framarlega í fréttatímanum, hmmmm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Lestu það sem þú kemst yfir "AMERO" og north american union, þá veistu hvað Geir ætlar.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2007 kl. 08:09
hæ hæ Anna,
mér finnst nú stundum eins og utanríkisráðherra sé ein í ríkisstjórn og jafnvel ein í Samfó líka m.v. hvernig hún talar um inngöngu í Evrópusambandið og á móti hugmyndum Björgvins G Sigurðssonar (samflokksráðherra) um skattamálin.
Vilborg G. Hansen, 24.9.2007 kl. 10:02
Hvaða kjánakomment er þetta Jón, Geir veit jafn vel og hver annar að yfir 70% viðskipta þjóðarinnar fara fram við ESB-þjóðirnar þar sem meirihluti þeirra er með evru, eða beintengd við evru einsog krónurnar í Svíþjóð og Danmörku. Auk þess er hin íslenska útrás til Evrópu en ekki til norður ameríku og Mexikó! Það mætti halda að sumir hægrimenn hafi dottið á hausinn.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 24.9.2007 kl. 14:42
Kjánakomment og að detta á hausinn er full hart til orða tekið hjá mér.. ég varð bara svo gáttaður á þessari hugmynd.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 24.9.2007 kl. 14:46
Sænska krónan er ekki tengd við evruna Jónas. Og Bretland er stærsti viðskiptaaðili okkar innan Evrópusambandsins og það er ekki með evruna. Er ekki bara málið þá að taka bara upp pundið? ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 23:56
Ég held það sé vafasamt að festast of mikið í núverandi aðstæðum og hafa ekki á bak við eyrað að framtíðin getur borið allt annað í skauti séð, bæði með stýringu og vegna illviðráðanlegra ytri aðstæðna.
Þótt viðskipti Íslands nú séu að stórum hluta við Evrusvæðið er ekkert sjálfgefið að svo verði svo um alla framtíð. Skemmtileg pæling um að Geir sé að hugsa í vestur meðan Ingibjörg Sólrún hugsar í austur, það er forvitnilegt að heyra hvort eitthvað annað en ágiskun býr að baki athugasemd þinni, Jón. Ef það er rétt þá er ég hvorki hrifin af hugmyndum Geirs né Ingibjargar Sólrúnar varðandi það hvert íslenska þjóðin á að stefna, enda er alveg hægt að kunna vel við fólk án þess að vera sammála hugmyndum þess.
Og mikið óskaplega finnst mér í rauninni rétt hjá þér Vilborg að það er ekki eins og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eigi samleið í mörgu, hef reyndar fleiri dæmi og fleiri einstaklinga í huga hvað það varðar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.9.2007 kl. 23:57
Við Hjörtur höfum greinilega verið að skrifa okkar athugasemdir á sama tíma, þannig að ég má til með að bæta við hans góðu ábendingu að ekki einasta eru margar Evrópusambandsþjóðir fullsáttar við að standa utan Evrulands, heldur eru líka fylgikvillar og efasemdir meðal þeirra þjóða sem þegar hafa tekið upp evruna. Þetta á meðal annars við um marga Þjóðverja, en þar í landi var andstaðan gegn upptöku evrunnar hvað öflugust meðal þeirra þjóða sem eru saman í myntbandalaginu. Þótt fleiri og flóknari þættir spili inn í sveiflur í efnahagsástandi í Þýskalandi en upptaka evrunnar þá hefur engu að síður komið fram gagnrýni á þessa gjörð æ síðan evran var sett á laggirnar sem sameiginlegur gjaldmiðill með tilheyrandi innígripi í efnahagslíf allmargra Evrópusambandsþjóða.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.9.2007 kl. 00:14