Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Meira um réttlæti
23.8.2007 | 22:16
Fyrsta heimsóknin á bloggið mitt eftir að ég skrifaði smá hugleiðingu um réttlæti var frá konu sem er að berjast fyrir réttlæti með mjög ákveðið markmið í huga. Skoðið síðuna hennar Heiðu (skessa.blog.is) sem er að fjalla um það réttlætismál að banna öll nauðgunarlyf tafarlaust. Mig langar að leggja þessari baráttu lið og þakka Heiðu fyrir að koma með ákveðinn farveg fyrir slíka baráttu.
Bendi líka á mjög góða umræðu á síðu gegn ofbeldi gegn konum sem er í tengslum við Amnesty: gegnofbeldi.blogspot.com - þar er líka fjallað um baráttu gegn nauðgunarlyfjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
TAKK
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 22:20
Mér skilst að Heiða sé að heyja þessa baráttu í annað sinn og að í fyrra sinnið hafi Landlæknisembættið kannað málið - en ekki veit ég á hvaða hátt það var gert - mestu máli finnst mér þó skipta að fá að vita hvers vegna landlæknir sá ekki ástæðu til að leggja það til að lyfið væri tekið af markaði - eða var það ekki niðurstaðan?
Þá skilst mér einnig að nauðgarar hafi byrlað þolendum sínum þessu lyfi í 20 ár hér á landi. Hvað ætli þolendurnir á þessum 20 árum séu margir? Það veit enginn, því ekki kæra allir þolendur og þá alls ekki þeir sem muna ekki atburðarásina.
Hvernig má það vera að lyf sem hefur þær aukaverkanir að fólk missir minnið er haft á markaði árum og áratugum saman; lyf sem dómskerfið veit að er notað til að fremja refsiverðan atburð - glæp sem gengur næst morði.
Á Vesturlöndum hika stjórnvöld ekki við að banna hin og þessi efni vegna þess að þau eru umhverfinu hættuleg - hvers vegna er svona mikil tregða í kerfinu til að banna lyf sem notað er til að ræna fólk meðvitund í þeim eina tilgangi að beita það ofbeldi?!
Helga 24.8.2007 kl. 14:05
Þú hefur lög að mæla Helga. Ég vona sannarlega að í þetta sinn verði þrýstingurinn nógu mikill til að virka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2007 kl. 22:38