Meira um réttlæti

Fyrsta heimsóknin á bloggið mitt eftir að ég skrifaði smá hugleiðingu um réttlæti var frá konu sem er að berjast fyrir réttlæti með mjög ákveðið markmið í huga. Skoðið síðuna hennar Heiðu (skessa.blog.is) sem er að fjalla um það réttlætismál að banna öll nauðgunarlyf tafarlaust. Mig langar að leggja þessari baráttu lið og þakka Heiðu fyrir að koma með ákveðinn farveg fyrir slíka baráttu.

Bendi líka á mjög góða umræðu á síðu gegn ofbeldi gegn konum sem er í tengslum við Amnesty: gegnofbeldi.blogspot.com - þar er líka fjallað um baráttu gegn nauðgunarlyfjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

TAKK

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 22:20

2 identicon

Mér skilst að Heiða sé að heyja þessa baráttu í annað sinn og að í fyrra sinnið hafi Landlæknisembættið kannað málið - en ekki veit ég á hvaða hátt það var gert  - mestu máli finnst mér þó skipta að fá að vita hvers vegna landlæknir sá ekki ástæðu til að leggja það til að lyfið væri tekið af markaði - eða var það ekki niðurstaðan?

Þá skilst mér einnig að nauðgarar hafi byrlað þolendum sínum þessu lyfi í 20 ár hér á landi. Hvað ætli þolendurnir á þessum 20 árum séu margir? Það veit enginn, því ekki kæra allir þolendur og þá alls ekki þeir sem muna ekki atburðarásina.

Hvernig má það vera að lyf sem hefur þær aukaverkanir að fólk missir minnið er haft á markaði árum og áratugum saman; lyf sem dómskerfið veit að er notað til að fremja refsiverðan atburð - glæp sem gengur næst morði.

Á Vesturlöndum hika stjórnvöld ekki við að banna hin og þessi efni vegna þess að þau eru umhverfinu hættuleg - hvers vegna er svona mikil tregða í kerfinu til að banna lyf sem notað er til að ræna fólk meðvitund í þeim eina tilgangi að beita það ofbeldi?!

Helga 24.8.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú hefur lög að mæla Helga. Ég vona sannarlega að í þetta sinn verði þrýstingurinn nógu mikill til að virka.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2007 kl. 22:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband