42 og listin að spila golf svo að öllum líði vel

Hef einsett mér að ánetjast golfi. Þetta er útivist, hreyfing, keppi og gaman og svo er mér sagt að (góðir) skvassarar geti orðið góðir í golfi, en ég veit ekki hvað er með skítsæmilega skvassara, ættu þeir ekki að geta orðið skíktsæmilegir í golfi? Svo eru golfvellir út um allt land, en tennis- og skvassvellir varla nema í 2-3 sveitarfélögum. Eina ,,smá" vandamálið er að ég sinni þessu nýfundna áhugamáli mínu nánast ekki neitt. Uppgötvaði nýjan flöt á golfinu í dag, þetta er hin skemmtilegasta vinnustaðaíþrótt.

Alla vega þá var golfmót hinna sameinuðu fyrirtækja, INNN og Eskils í dag, það var virkilega gaman og við vorum ljónheppi með veður. Það fór ekkert að rigna fyrr en við vorum búin með hringinn okkar. Sjö hópar kepptu og  fjórir (!) þeirra voru efstir og jafnir og fóru hringinn á 42 höggum, sem er bara dágott. Fyndið, því talan 42 er hvorki meira né minna en svarið við alheimsgátunni (þennan skilja sumir ;-)

En það sem ég dáist mest að er kerfið sem við spiluðum eftir. Það heitir víst Florida Texas Scramble (sem er furðulegt nafn) og felst í því að eftir upphafshöggið er valið besta höggið en sá sem á besta höggið hverju sinni situr hjá eina umferð. Þannig er tryggt að flestir eða allir eigi möguleika á að eiga ,,besta" höggið einhvers staðar á leiðinni. Ég hafði sett mér það persónulega markmið að eiga alla vega eitt högg sem væri notað (áður en ég vissi um kerfið) en þegar til átti að taka þá missti ég meira að segja töluna á nothæfu höggunum mínum - við vorum einn af 42 högga hópunum. Í hverjum hópi var alla vega einn vanur, jafnt frá hvoru fyrirtæki og sem jafnast kynjahlutfall. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áddni

En hvað er þá alheimsgátan ??? (hehe)

Ég er svo sammála þér, þetta er ótrúlega skemmtilegt sport þegar að maður fer af stað og margt skemmtilegt sem að maður græðir á þessu.

Svo fremi náttúrulega að maður hitti boltann!

Áddni, 25.8.2007 kl. 09:02

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Viltu langa svarið? Þá lestu Hitchikers Guide to the Galaxy. Eða stutta svarið: Ef þú ert ekki sammála svarinu þá var spurningin röng. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.8.2007 kl. 15:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband