Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Enn með fríið í blóðinu
16.8.2007 | 20:38
Mikið er gott að taka sér smá sumarfrí. Þótt ég sé enn á því að sumarfrí á veturna sé það besta sem hægt er að gera til að stytta veturinn og fækka hálkudögunum, þá er líka hressandi að eiga sér smá frí á fallegu sumri. Ferðin til Svíþjóðar og Finnlands var ljúf og góð og við auðvitað ekkert smá heppin með veður. Riging á undan og eftir en ekkert nema blíðan meðan við vorum þarna. Og sumarið hérna fyrir sunnan hefur líka verið svo fínt og gott. Búin að bæta við myndum og á eflaust eftir að tína nokkrar í viðbót inn í albúmið sem merkt er sumrinu 2007. En hér er svona eitthvað til að ylja sér við:
Ari Siggi og Cilla fyrir utan húsið þeirra á Svartsö
Siggi smíðaði þetta fína Línu Langsokkshús fyrir stelpurnar þeirra
Komið að landi í Sveaborg við Helsinki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Olav hefur ábyggilega verið flottur sofandi við píanóið! En blessaður karlinn er heyrnarskertur (eða er það ekki rétt hjá mér að þetta er sami maðurinn og svaf svo sætt á fundinum í fyrra sumar) og það er ábyggilega mjög svæfandi að sjá varir á fólki hreyfast, reyna að lesa af vörum og heyra ekkert nema skvaldur. En hvort heldur er vakandi eða sofandi þá er hann ægilegt krútt.
Annars já, þá er ég sammála þér um að "sumarfrí" á veturna eru góð og svo er þetta kórréttur tími til að ylja sér við fallegar sumarmyndir meðan haustmyrkrið læðist yfir.
Helga 16.8.2007 kl. 22:28
Skoðaði myndasafnið - skemmtilegar myndir Ég hef skoðað kirkjuna sem sprengd var inn í bergið, ofboðslega sem mér fannst hún stórkostleg, á nokkrar myndir sem ég tók inni í henni, aldrei að vita nema ég setji þær á bloggið mitt einhvern tíma. Svo fór ég líka og skoðaði gömlu kirkjuna (minnir að hún sé orthodox-kirkja) og það var mjög sérstök stund. Ég hef komið þrisvar til Finnlands og finnst það frábært land að heimsækja.
Anna Ólafsdóttir (anno) 16.8.2007 kl. 22:38
Olov hefur sofið á ýmsum ráðstefnum og meðal annars þeirri sem við sóttum í fyrra. Hann vakir á nóttunni og ég náði honum tvisvar frekar vel vakandi. Hann er stórfínn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.8.2007 kl. 22:46
Allar kirkjunar í Helsinki virðast áhugaverðar. Gæti alveg hugsað mér að koma þarna aftur, en áður hafði ég bara farið til Turku, sem er reyndar óskaplega falleg borg.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.8.2007 kl. 22:47
Mikið er ég sammála þér sveitungi að taka "sumarfrí" í dimmasta skammdeginu er vítamínsprauta fyrir mig.
kv Bogi
Bogi Jónsson, 18.8.2007 kl. 11:28