Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Kosningu fer að ljúka í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Kærleikur með nauma forystu á toppnum
27.7.2007 | 08:38
Kosningu fer að ljúka í fegurðarsamkeppni íslenskra orða - aðeins rúmir þrír dagar eftir. Kærleikur er með nauma forystu á toppnum, ljósmóðir fylgir fast á eftir og dalalæða á litla möguleika.
Frá og miðnætti í dag, föstudag, gef ég þriggja daga frest til að ljúka kosningunni. Á miðnætti næstkomandi mánudag lýkur þessari kosningu í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Úrslit eru ennþá í járnum en einhvers staðar verður að setja punktinn og nú er komið að því, enda þátttaka loks að minnka.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 29.7.2007 kl. 23:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Finnst alveg vanta orðið " Frábær " inní keppnina, það hefði annars alveg tvímælalaust fengið mitt atkvæði
Sveinn Kristjánsson 27.7.2007 kl. 08:45
Það vantar mörg góð orð í þessa keppni, þau einfaldlega fengu ekki brautargengi í hópi þeirra 87 orða sem upprunalega voru tilnefnd af ykkur, lesendunum. En líttu á björtu hliðina, í þessari keppni eru einmitt mörg frábær orð!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.7.2007 kl. 09:03
Gef ljósmóður atkvæði mitt. (Er það ekki annars með þessum hætti sem maður kýs?)
Pétur Pétursson 27.7.2007 kl. 09:46
Atkvæðagreiðslan er hér á vinstri hönd og það þarf að merkja við orðið sem fær atkvæði. Ef niðurstöðurnar eru sýnilegar merkir það að áður hafi verið kosið úr tölvunni eða sömu IP-tölu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.7.2007 kl. 10:01
Skemmtilegur leikur hjá þér Anna. Hefur verið gaman að fylgjast með. Ég kaus orðið kærleikur. Fallegt og notalegt orð. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.7.2007 kl. 18:40
Gaman að setja upp það fyrsta er kemur í huga minn um þau orð sem trjóna efst á listanum.
Ljósmóðir - Hún ljósa mín. Það er svona byrta öryggi hlýja og smá þakklæti í því orði. Trúarlegt.
Kærleikur- Pínu hart orð í munni, mjög kurteysislegt orð, ekki mikið notað í talmáli nema í kristilegum rullum, kvað ef maður breytir því í Nærleik.
En svo má líta á vísuna.
Það er leikur að læra / leikur sá er mér kær.
Dalalæða- Dulúð, draumar, sýnir, sagnir.smjúga létt í hugann.
Heiðmyrkur gaf mikla sköpun og skáldskap allt yfir í Kollheiðríkt.
Þó við þessar veðuraðstæður hafi einnig verið notða orðið Kerlingaþoka.
Margt býr í þokunni.
Álfar tröll og vættir, friður,ótti, kyrrð og skuggar svo mjög Islenskt.
Björg Guðjónsdóttir 28.7.2007 kl. 09:39