Gæti virkað - markviss hugmyndafræði

Ég hef fylgst með þessu verkefni á netinu um nokkurt skeið að áeggjan sonar míns og ég held að þetta gæti virkað. Hugmyndafræðin er einföld og í takt við það sem margir hafa talið skynsamlegar áherslur í þróunarmálum, að leggja áherslu á menntun barna og ungmenna. Hvernig það er útfært kemur fram í fréttinni. Hugsað hefur verið fyrir flestum vandamálum sem upp geta komið, orku, hita, hnjaski, en það sem gæti orðið prófsteinn á þetta verkefni eru félagslegir og menningarlegir þættir, hvort þetta framtak verður til að auka líkur á menntun barna, sem er megin hugsunin. Ég vona að þetta verkefni muni heppnast vel, hugmyndafræðin er alla vega góð en ég held að ekkert nema reynslan muni segja okkur hvort þetta framtak stenst svartamarkaðsbrask, þar sem slíku er til að dreifa, hvort það dugar til að fleiri börn fái að fara í skóla, þar sem þau eru dýrmætt vinnuafl og hvort bæði stelpur og strákar fá sömu tækifæri til menntunar ef þetta verður til að auka ásókn í menntun barna í þróunarlöndum.
mbl.is 100 dala fartölvan loks í framleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er frábært, er bara sammála þér.

Alheimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 10:01

3 identicon

Gott og vont gengur stundum hönd i hönd.Var að ramba á netinu um daginn og sá grein um þessi mál. Þar kom fram að ungviðið,sem fékk ódýru tölvurnar,var búið að stútfylla þær af klámi. Jú...svo kom í lok fréttar að nú skyldu tölvur framreiddar með síum.

Það er nú svo. 

Guðrún Garðarsd. 24.7.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Öll vandamál eru til þess að leysa þau. Það eru ekki tölvurnar sem valda þessu heldur einhver mórall í kringum samfélagið og svona lagaða er tiltölulega auðleyst með síum sem taka á langflestum slíkum tilvikum. Hinir, sem komast framhjá þeim, byggja upp verðmæta þekkingu á virkni tölva, þótt ástæðurnar séu nýjabrum. Klámvæðing er allt annars konar vandamál en tölvuvæðing, þótt þau skarist, og þarf að leysa með allt annars konar meðölum: Hugarfarsbyltingu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.7.2007 kl. 11:40

5 identicon

Meðfylgjandi slóð er inn á töflu frá Sameinuðu þjóðunum um ólæsi í heiminum, sjá http://unstats.un.org/unsd/demographic/products/socind/illiteracy.htm

Þótt taflan hafi ekki verið uppfærð síðan í janúar 2005 þá dregur það ekki úr upplýsingagildi hennar, mikið frekar ætti fólk að hnjóta um það að taflan er byggð á áætluðum tölum, þ.e.a.s. að ekki skuli liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um ólæsi meðal einstakra þjóða. En út af fyrir sig á það ekki að koma á óvart að stjórnvöld sem hafa ekki komið á skólaskyldu (og sjá til þess að öll börn mæti í skólann) hafi ekki yfirsýn yfiir ólæsi í löndunum eða kæri sig ekki um að veita upplýsingar um það.

Ólæsi meðal karla í Botswana og Jamaicu er meira en meðal kvenna, en þetta eru tvær af fáum undantekningum frá þeirri reglu að ólæsi er meira meðal kvenna.

Skv. töflunni sitja milljónir kvenna og karla föst í sömu sporum því þau búa ekki yfir mikilvægasta tækinu til að geta skapað sér skárra líf, þ.e.a.s. læsi. Og það sem verra er sama ástand blasir við milljónum barna verði blaðinu ekki snúið við og skólaskyldu komið á. Vonandi opnar þessi nýja tölva þeim dyr. 

Helga 24.7.2007 kl. 11:59

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Helga fyrir sérlega fróðlegt innlegg og hlekk á meiri upplýsingar. Markmið þeirra sem hafa verið í þessu verkefni um eina tölvu á hvert barn er einmitt að rjúfa gat í þennan nánast ókleifa múr með því hreinlega að koma með framlag sem getur vakið áhuga bæði barna, foreldra og stjórnvalda, og enn hafa tölvur ákveðinn ljóma í kringum sig sem getur sums staðar (vonandi) haft þessi áhrif. Það þarf stundum að gera eitthvað óvænt, hugsa fyrir utan rammann, til að breyta ástandi. Hvort þetta dugar eða hjálpar alla vega er ekki vitað fyrirfram, en það er alla vega markmið þeirra sem standa að þessu átaki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.7.2007 kl. 13:15

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér fannst bók Negropontes, Digital man, vera flott bók þegar ég las hana, að ég held fyrir um áratug. Og á svipuðum tíma var danskur fyrirlesari á norrænni upplýsingatækniráðstefnu að tala um þessa hugmynd sem ég hreifst mjög af. Sá danski benti m.a. á að tölvur eru persónuleg tæki þar sem hvert og eitt okkar skapar það viðmót í tölvunni sem maður vill. Ekki bara að stilla músartakkann til að nota vinstri höndina til að forðast vöðvabólguna í þeirri hægri heldur líka með staðsetningu tákna og skjala. Einmitt þess vegna þarf að skapa ódýrari tæki sem hver og einn getur eignast. Er viss um að Paolo Freire, brasilíski uppeldisfræðingurinn, sem vann að því að auka læsi og pólitíska vitund í Brasilíu á 7. áratug síðustu aldar hefði fagnað þessu tæki. Hann var rekinn úr landi fyrir vikið og var 16 ár í útlegð en vann að svipuðum verkefnum annars staðar í heiminum. Þegar ég heyrði hann tala við 1000 manna sal í Chicagó í apríl 1991 var hann kominn heim og var fræðslustjóri í Saó Páló.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.7.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hingað kom fyrir allmörgum árum velgjörðarsendiherra UNIFEM þróunarsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir konur. Hún er frá Kenya og heitir Phoebe Asiyo, merkileg kona. Hún hlustaði þolinmóð á ákafa íslenska stjórnmálamenn sem vildu helst byggja stórt (og dýrt og með mikilli tækni) og sagði svo hæglátlega: I really don't believe in big money. Og það er einmitt það sem leggst vel í mig með þetta verkefni, það er hægt að setja þá peninga í þetta sem eru tiltækir hverju sinni, hvert eintak er ódýrt og það þarf ekki mikla tækni til að reka tölvurnar virki. Það er alla vega hugsunin. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.7.2007 kl. 14:43

9 identicon

Þakka þér sömuleiðis, Anna, fyrir að opna fyrir þessa umræðu.

Þú segir réttilega að það þurfi stundum að hugsa fyrir utan rammann til að breyta ástandi. Mikið rétt. Og þá er ég ekki síður hrifin af því þegar þú talar um framlag sem getur vakið áhuga barna, foreldra og stjórnvalda. Það nefnilega þannig að foreldrar og/eða forráðamenn barna verða að sýna málinu skilning og helst áhuga svo börnin fái þann tíma sem þau þurfa til að nýta tölvurnar sem þekkingarbrunn. Þeir verða að sjá að þessi tæki opni börnunum þeirra dyr. Það er skelfileg tilhugsun ef þær þjóðir sem nú þegar standa höllum fæti vegna menntunarskorts sitja þar fastar meðan Vesturlönd geyast enn lengra. Það þarf að draga úr ójafnvæginu sem þegar er, en ekki að bæta í það og til að það sé hægt þá verða þeir sem ráða, foreldrar/forráðamenn og stjórnvöld, að vera með.

Gott innlegg frá Ingólfi.  

Helga 24.7.2007 kl. 14:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband