Þúsund og einn hefur tekið þátt í kosningunni um fegursta orð íslenskrar tungu og kosning enn mjög lífleg. Kærleikurinn er toppnum en ljósmóðir nánast með jafnmikinn stuðning

Þúsund og einn hefur tekið þátt í kosningunni um fegursta orð íslenskrar tungu og kosning enn mjög lífleg. Kærleikurinn er toppnum en ljósmóðir nánast með jafnmikinn stuðning og dalalæða á enn möguleika en dregst heldur aftur úr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna

Ertu með hið fallega orð "rjómablíða" inná listanum þínum ?  Ef ekki, þá finnst mér það orð eiga heima á lista yfir falleg orð.

Með bestu kveðju

Kristinn Dagsson

Kristinn Dagsson 23.7.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Man ekki eftir að það hafi verið tilnefnt ennþá en því er hér með komið á framfæri, hvernig svo sem mér tekst nú að vinna úr öllu þessu nýja, góða hráefni, sem inn hefur komið. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frábær þátttaka! Spennt að vita hvernig fer.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég held að ég hafi verið númer 1000 í vinnutölvunni, en áður búinn að greiða atkvæði. Dalalæða og djúp fengu mín atkvæði.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2007 kl. 18:14

5 identicon

Bráðskemmtilegt framtak að stofna til kosninga eins og þessara. Ég er ekki „bloggari“ (hræðilegt orð) en vil gjarnan kjósa af því mér finnst „dalalæða“ sérstaklega fallegt íslenskt orð. Í þessu orði eða hugtaki felast síðan fjölmörg önnur fögur orð úr íslensku máli eins og; dulúð, fegurð, mýkt og jafnvel friðsæld svo dæmi séu tekin. Annað orð yfir „dalalæðu“ er svo t.d. „þokuslæða“ sem e.t.v. er ekki síður fallegt með allri sinni séríslensku stafsetningu.

„Dalalæða“ fær sem sagt mitt atkvæði ef það er mögulegt :-)

Með bestu kveðju,

Anna Sigríður

Anna Sigríður 23.7.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ætli það sé misskilningur hjá mér að stuðningsfólk dalalæðu sé stoltara af atkvæðum sínum en aðrir? Alla vega sé ég talsvert mikið að yfirlýstum stuðningi við dalalæðu, en orðið kærleikur hækkar samt áfram mun hraðar á vinsældarlistanum. Mér sýnist að kærleikurinn sé að taka forystuna hægt og bítandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 20:11

7 identicon

Belja og hamingja 

Ég er sammála frænku minni nokkurri og verð að segja að belja og hamingja séu fallegustu orð íslenskrar tungu.  

Einhverntíman í sögu íslenskar tungu var hljóðvörpun þar sem ,,ge" varð að ,,i" og því varð hamingja ,,hamgengja" sem lýsir kannski hamingjunni; að ganga úr ham og verða hamlaust hamingjusamur; eða að ganga í ham hamingjunnar? 

Íris 23.7.2007 kl. 20:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er bæði svakastolt af mínu "orði" og minni "samkennd"

Ég bíð spennt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:35

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Heyrið hvernig orð eins og dalalæða og þokuslæða hljóma eins og maður heldur að fyrirbrigðin sem þau eiga að lýsa geri. Djúp hljómar líka á svipaðan máta.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.7.2007 kl. 13:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband