Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þúsund og einn hefur tekið þátt í kosningunni um fegursta orð íslenskrar tungu og kosning enn mjög lífleg. Kærleikurinn er toppnum en ljósmóðir nánast með jafnmikinn stuðning og dalalæða á enn möguleika en dregst heldur aftur úr.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sæl Anna
Ertu með hið fallega orð "rjómablíða" inná listanum þínum ? Ef ekki, þá finnst mér það orð eiga heima á lista yfir falleg orð.
Með bestu kveðju
Kristinn Dagsson
Kristinn Dagsson 23.7.2007 kl. 15:16
Man ekki eftir að það hafi verið tilnefnt ennþá en því er hér með komið á framfæri, hvernig svo sem mér tekst nú að vinna úr öllu þessu nýja, góða hráefni, sem inn hefur komið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 15:30
Þetta er frábær þátttaka! Spennt að vita hvernig fer.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:54
Ég held að ég hafi verið númer 1000 í vinnutölvunni, en áður búinn að greiða atkvæði. Dalalæða og djúp fengu mín atkvæði.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.7.2007 kl. 18:14
Bráðskemmtilegt framtak að stofna til kosninga eins og þessara. Ég er ekki „bloggari“ (hræðilegt orð) en vil gjarnan kjósa af því mér finnst „dalalæða“ sérstaklega fallegt íslenskt orð. Í þessu orði eða hugtaki felast síðan fjölmörg önnur fögur orð úr íslensku máli eins og; dulúð, fegurð, mýkt og jafnvel friðsæld svo dæmi séu tekin. Annað orð yfir „dalalæðu“ er svo t.d. „þokuslæða“ sem e.t.v. er ekki síður fallegt með allri sinni séríslensku stafsetningu.
„Dalalæða“ fær sem sagt mitt atkvæði ef það er mögulegt :-)
Með bestu kveðju,
Anna Sigríður
Anna Sigríður 23.7.2007 kl. 20:05
Ætli það sé misskilningur hjá mér að stuðningsfólk dalalæðu sé stoltara af atkvæðum sínum en aðrir? Alla vega sé ég talsvert mikið að yfirlýstum stuðningi við dalalæðu, en orðið kærleikur hækkar samt áfram mun hraðar á vinsældarlistanum. Mér sýnist að kærleikurinn sé að taka forystuna hægt og bítandi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 20:11
Belja og hamingja
Ég er sammála frænku minni nokkurri og verð að segja að belja og hamingja séu fallegustu orð íslenskrar tungu.
Einhverntíman í sögu íslenskar tungu var hljóðvörpun þar sem ,,ge" varð að ,,i" og því varð hamingja ,,hamgengja" sem lýsir kannski hamingjunni; að ganga úr ham og verða hamlaust hamingjusamur; eða að ganga í ham hamingjunnar?
Íris 23.7.2007 kl. 20:25
Ég er bæði svakastolt af mínu "orði" og minni "samkennd"
Ég bíð spennt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:35
Heyrið hvernig orð eins og dalalæða og þokuslæða hljóma eins og maður heldur að fyrirbrigðin sem þau eiga að lýsa geri. Djúp hljómar líka á svipaðan máta.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.7.2007 kl. 13:34