Yndisleg helgi, sólarlandaferð í bústaðinn okkar í Borgarfirði, þar sem við höfðum það gott og bárum viðarvörn á neðri pallinn, svona til að finna að við værum að gera eitthvað gagn í leiiðinni. Erfitt að trappa sig niður eftir alla flotvinnuna.
Föstudagurinn var partídagurinn okkar, fyrst afmæli hjá Andrési Snorrasyni og síðan INNN partí hjá Sigrúnu. Hvort tveggja rosalega vel lukkað í veðurblíðunni.
Svo þegar við vorum að keyra Álftanesveginn ofan úr bústað hringdi sonur okkar, sem hefur smátt og smátt tekið yfir eldamennskuna yfir á heimilinu, til að láta okkur vita að maturinn væri tilbúinn. Okkar beið fínasta veisla, nautaspjót með alls konar grænmeti og ostum, ekkert smá gott og ómótstæðileg súkkulaðikaka í eftirrétt. Ég verði eiginlega að kalla hann listakokk. Þetta er reyndar ekki eina listin sem hann sinnti um helgina, því á meðan við foreldrarnir vorum að mála neðri pallinn var hann líka í málningapælingum á eilítið meiri alvörulistarnótum. Hann hefur reyndar þegar sannað sig á listasviðinu, þótt hann hafi ekki lagt myndlist fyrir sig í alvöru (enn) en samt hætti ég ekki að vera hissa á því hvað hann á létt með að fara á nýjar slóðir í myndlist. Held ég verði að taka undir með mömmu sem vill ólm að hann fari meira út á þetta svið, enda sjálf að taka upp þráðinn í myndlistinni og vel meðvituð um þessa hæfileika dóttursonarins.
Athugasemdir
Ef þú stríðir lengi við þann erfiðleika að trappa þig niður eftir flotvinnuna þá manstu eftir tilboðinu sem þú fékkst um að fara norður að flota!!! Hér var líka borin á viðvörn á sólpallinn um helgina! Nei, það var ekki ég sem afrekaði það - ég sá um að horfa á.
Hafðu það eins gott og hugsast má þar til ég kem aftur á bloggvaktina.
Helga 2.7.2007 kl. 00:56
Góða ferð í fjöllin til Helgu!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.7.2007 kl. 01:26
Hvernig líður pottinum... Er farin að hlakka mikið til að heimsækja hann....
Hef nefnilega haft alltof lítin tíma til sólbaða hérna úti og þar að bæta það upp heima...
P.s. mér leiðast þessar stærðfræðiþrautir moggans...
Jóhanna 2.7.2007 kl. 10:12