Dóttur minni brá ađeins ...
25.6.2007 | 00:34
... ţegar ég fór ađ tala um bleika ţvottavél hér í fyrri pistli. Hún trúđi ţví alveg ađ ég hefđi spreyjađ ţvottavélina bleika. Mér fannst ţađ nú alveg óţarfa áhyggjuefni, ţangađ til ég mundi allt í einu eftir ţví ţegar ég fékk nóg af plastfurueldhúsinnréttingunni okkar, sem hékk til bráđabirgđa í eldhúsinu í yfir tuttugu ár. Eina nóttina tók ég rúllu af sjálflímandi plasti og límdi yfir allar hurđarnar á eldhúsinnréttingunni, bleikt, nema ein hurđin fékk ađ vera lillablá. Mjög stolt af ţessu og dóttir mágkonu minnar var líka hrifin af framtakinu. Hmmm já, ţađ held ég hafi veriđ allt og sumt af hrifningu. Ćtli ţađ hafi ekki veriđ ađ nćturţeli nokkrum árum síđar sem dóttir mín tók ađ rífa ţetta aftur af og ţegar ég lauk verkinu fannst mér plastfuran bara ágćt. En núna er loksins komin alvöru eldhúsinnrétting.
Og eins og höfundurinn segir í hinni frábćru bók Litli prinsinn: ,,Börn, variđ ykkur á baóbabtrjánum" ţá segi ég: ,,Börn, variđ ykkur á húsbyggingum." Viđ byggđum barnung og blönk og erum enn ađ endurbyggja, laga og bćta ţađ sem gert var af vanefnum. En stundum er ţađ reyndar bara gaman, eins og í kvöld, ţegar viđ tókum enn eina ,,seinustu" steypu af flotinu uppi á lofti. Viđ héldum ađ ţessi vćri raunverulega sú seinasta. En sennilega ţurfum viđ bara ađ taka eina litla bunu á ţriđjudag til ađ klára. Sennilega.
Athugasemdir
Gangi ţér vel međ ţetta "örlitla" sem ţú átt eftir Anna mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 00:43
Takk, ţetta hefur gengiđ svo ljómandi vel, en bara einum of oft
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2007 kl. 00:47
Finnst ţér skrítiđ ađ ég hafi haft áhyggjur, ég man líka eftir prufunni á ískápnum gamla. (Nb. mér fannst hann flottur svartur). Svo rámar mig í eins og alla vega einn skáp í viđbót (hint ţar sem stiginn er...).
En svona praktískar áhyggjur af ykkur, eru ţiđ ađ drekkja ykkur í millimetrunum, ţarna uppi eđa hvađ...
Jóhanna 25.6.2007 kl. 11:30
Já, feđgarnir eru gersamlega ađ drukkna í millimetrapćlingum, ég vćri löngu hćtt, en mađur á ekki ađ vera međ tvo réttindamenn í mćlingum í svona löguđu ;-) - Plastiđ er snilldarlausn reyndar. Ég fékk mitt í rúllum byggingavöru eđa málningavöruverslun, en síđan er alllangt og hef ekki veriđ ađ svipast um eftir svoleiđis nýlega. Aftan á ţessu er pappír sem mađur flettir frá en ţađ er svolítiđ nákvćmnisverk ađ setja ţetta slétt á, lćrist fljótt. Ef smá loftbólur koma er best ađ stinga á ţeim međ nál og nudda niđur í kring, sést ekkert ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2007 kl. 18:59