Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 576682
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tóm steypa
22.6.2007 | 18:58
Massívur dagur í vinnunni þar sem eitt rak annað og allt gekk upp (vona ég), svo fór ég í massíva ferð í Kringluna til að kaupa sumarbústaðarhitara af amerískum farandsölum (að því er virtist) og allt var það frekar laust í reipunum, indæl ólétt stúlka (mjög umsetin) og nokkrir ameríkanar að afgreiða og fullt af fólki að skoða töfra saumavéla að þvælast fyrir. Þetta varð æði löng ferð og ég gafst gersamlega upp á mið-afgreiðslumanninum en endaði hjá einum alveg ágætlega kurteisum sem bað afsökunar í sífellu á vanrækslu þessa í miðið. En alla vega þá er ég mjög spennt að vita hvort ég fæ þennan hitara eftir 3-4 vikur, fyrst ég harðneitaði að láta kreditkortanúmerið mitt af hendi. Maður hefur svo sem farið pínulítið gáleysislega með kortið við hótelpananir erlendis, en allt farið vel. Helst ekki meira kæruleysi. Og í kvöld verður þetta auðvitað bara tóm steypa, það er síðasta flotið (vonandi) uppi á lofti.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson