17. júní á Álftanesi eins og risastórt ćttarmót og nunnur á víkingahátíđ
17.6.2007 | 19:41
17. júní er alltaf góđur og ţađ átti svo sannarlega viđ í dag sem ađra daga. Milt og fallegt veđur, hátíđarstemmning á Álftanesi, kvenfélagsgarđurinn er orđinn svo flottur og hátíđarstemmningin var alveg yndisleg. Á 17 júni mćta allir Álftnesingar sem vettlingi geta valdiđ í kvenfélagsgarđinn ţar sem hátíđardagskráin er alltaf vel ţegin. Núna slógu unglingarnir í Acid viđ og fyrsti bćjarlistamađurinn var valinn, Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem var valinn í ţessum mikla listamannabć okkar, ţar sem viđ eigum eiginlega svo marga góđa listamenn ađ helst ţyrftum viđ ađ úthluta fimm manns bćjarlistamannatitli svo allir lifi ađ ná ţeim heiđir sem skiliđ eiga. En ţetta er auđvitađ var okkar ríkidćmi. Hannes Pétursson og Helga Ingólfsdóttir voru líka heiđruđ sérstaklega og vel ađ ţví komin. Svo mćttu ALLIR í kvenfélagskaffiđ, og ţegar ég segi ,,allir" ţá er ţađ svo sannarlega rétt, rétt um lokun kláruđust birgđir kvenfélagsins sem hefđi átt ađ duga í fermingarveislur heils árgangs. Ţessar trakteringar eru löngu orđnar landsfrćgar, enda foreldrar og frćndfólk margra Álftnesinga mćttir á stađinn, ţeirra á međal stór hópur úr minni tengdafjölskyldu, foreldra nágrannakonunnar, einn vinstri grćnn úr Vogunum, bróđir mannsins á nćsta borđi, ég veit ekki hvađ ég á ađ hćtta. Ég held ég vitni í orđ eins Kópavogsbúa sem var orđinn tíđur gestur á ţorrablótunum okkar: Ég held ţiđ ćttuđ ađ fara ađ skipuleggja helgarferđir á Álftanes! Eftir hátíđarhöldin á nesinu ákváđum viđ mamma ađ skjótast í bíltúr og enduđum á víkingahátíđinni í Hafnarfirđi. Mikiđ rosalega kom hún skemmtilega á óvart, svo flott handverk og frábćrt mannlíf. Alţjóđlegt yfirbragđ og skemmtileg stemmning. Ţarna var Jörmundur Ingi ađ gefa saman hjón, alls konar elddansar og fleiri atriđi voru til skemmtunar og eldsmiđir ađ störfum ásamt ótal öđrum handverksmönnum.
Og ekkert smá krúttlegt ađ rekast á nokkar nunnur á Víkingahátíđ! Lifi margbeytileikinn, ţarna voru krakkar ađ leika sér, vinnufélagar í fullum víkingaklćđum og hátíđarstemmning sem sannar ţađ sem ég hef heyrt svo marga segja: Ţessi víkingahátíđ hlýtur ađ vera komin til ađ vera.
Athugasemdir
Takk fyrir ţetta, gaman ađ kíkja á stemminguna á Álftanesi, en veistu afhverju nunnurnar eru í svona fallega bláum kuflum?
Ester Sveinbjarnardóttir, 17.6.2007 kl. 21:16
Heldurđu kannski ađ ţetta séu ekki nunnur? Hmmm. Annars held ađ ţetta séu mexíkósku nunnurnar sem eru mikiđ á Landakoti, ţćr voru alla vega í miklu litskrúđugri fötum en ţćr innilokuđu í klaustrinu í Hafnarfirđi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 21:41
Jú ţetta eru nunnur, en ég var ađ velta fyrir mér um daginn hvađ ţessi búningur er miklu fallegri en sá svarti og hvíti.
Ester Sveinbjarnardóttir, 17.6.2007 kl. 22:24