Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ljúft og gott stúdentaafmæli
10.6.2007 | 13:42
Mikið óskaplega var stúdentaafmælið okkar ljúft og gott. Þau eru alltaf góð, en þetta var alveg einstaklega skemmtilegt. Þingvallaafmælin okkar (15 ára, 25 ára og núna) eru alltaf sérstaklega vel heppnuð. Góð stemmning, gott jafnvægi, góður tími til að spjalla og rosalega skemmtilegt lagaval hjá hinni stórgóðu hljómsveit séra Hannesar Arnar Blandon. Set inn fleiri myndir fljótlega í sérmöppu en hér til að byrja með ein af okkur í D-bekknum. Og NB þessi var tekin á Þingvöllum um 11 leytið í gærkvöldi!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Kæru læknisins vísað frá
- Fyrsta Birkin-taskan seld á 1,2 milljarða króna
- Aðgerðirnar náðu til 43 ríkja: 158 handteknir
- Segist vita hverjir séu á Epstein-listanum
- Rússar skjóta niður 155 úkraínska dróna
- Rubio segist vongóður um vopnahlé á Gasa
- Miklar GPS-truflanir á Eystrasalti
- Leggja línur nýrrar áætlunar til aðstoðar Úkraínu
Athugasemdir
Þessar björtu nætur eru náttúrulega bara gersemi enda tímir kona eiginlega ekki að fara að sofa á kvöldin. Það hefur greinilega verið ljúft þarna hjá þér og mikið er hann Kjartan nú vinalegur þegar búið er að kippa honum út úr sínum daglegu frjálshyggjustörfum
Anna Ólafsdóttir (anno) 10.6.2007 kl. 14:27
Sumarkvöldin okkar eru engu líka, og satt að segja eru ljúfu hliðarnar hans Kjartans þær einu sem ég þekki, og það eru mikil forréttindi að geta átt vini þvert á öll flokksbönd.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2007 kl. 15:03
Mér finnst Kjartan alltaf vera ógurlegt krútt - en það er lítið krútt við sumar skoðanir hans. En annars þá tekur hann sig sérlega vel út í þessum fríða kvennahóp.
Ég held að hann hafi líka notið þess - sérlega krúttlegur þarna.
Helga 10.6.2007 kl. 18:14
Nú er ég búin að setja inn fullt af góðum myndum í viðbót. Mér finnst öll skólasystkinin mín svo rosalega sæt, sá tími liðinn þegar ég var 10 ára stúdent og fékk sjokk þegar ég sá að einn skólabróðir minn var orðinn miðaldra heildsali. Síðan hafa þau bara öll fríkkað.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2007 kl. 19:00