Ađ hitta skólafélagana á fimm ára fresti - og móđga vonandi engan!
8.6.2007 | 23:22
Ţar sem ég er í fjölmennasta útskriftarárgangi úr framhaldsskóla á Íslandi, fyrr eđa síđar, ţá hlakka ég mikiđ til ađ vakna á sunnudagsmorgun í Valhöll á Ţingvöllum og heyra einhvern segja: Var ţessi međ mér í árgangi? Seinasta ţegar útskriftarárgangurinn úr MR 1972 hittist á Ţingvöllum ákváđum viđ Ari ađ gista ţar eftir balliđ og núna ćtlum viđ ađ gera ţađ sama og eflaust hafa fleiri skólasystkini mín fengiđ sömu bráđsnjöllu hugmyndina eins og seinast. Ţar sem ég er hluti af 300 (!) útskriftarfélögum ţá fer ekki hjá ţví ađ leiđir einhverra okkar hafi legiđ saman seinna meir og svo komi ţađ á óvart á nćsta stúdentaafmćli ađ, já, ţetta er reyndar einhver úr ţessu dćmalausa árgangi.
Ég hef veriđ svo hundheppin ađ komast á fimm ára fresti í öll stúdentaafmćlin og ţađ hefur alltaf veriđ mjög vel lukkađ. Ţegar viđ vorum 10 ára stúdentar var ég reyndar hryggbrotin eftir hestaslys og Ari ađ vinna uppi í fjöllum ţannig ađ Ólafur fóstri minn skutlađi mér á Lćkjarbrekku, ég ţurfti ađ liggja í aftursćtinu á Passatinum hans, til ađ komast, gat nefnilega bara legiđ og stađiđ en ekki setiđ. Síđan stóđ ég til borđs međ bekkjarfélögunum í 6-D og loks var fariđ í Hollywood ađ hitta alla hina, ţangađ hlýtur Ólafur ađ hafa skutlađ mér, nema ég hafi lagt undir mig baksćti á leigubíl, ekki man ég ţađ nú alveg. Kjartan Gunnarsson fćrđi okkur bekkjarsystkinunum rósir, eins og hans var von og vísa.
Seinasta stúdentaafmćli mótađist talsvert af ţví ađ ég ţurfti ađ halda rćđuna og ađ aflokinni rútuferđ var fólk mismunandi mikiđ til í ađ hlusta á ţađ sem ég hafđi ađ segja. Tókst ađ móđga 6-M í heilu lagi, nennti ekki ađ heyra hvers vegna :-) en fékk mikiđ af knúsi og fallegum orđum á kvennaklósettinu. Takk stelpur mínar! Ég var búin ađ segja Markúsi Möller ađ hátíđarrćđurnar mínar vćru umdeildar og hann hefđi átt ađ muna ţađ frá gaggó-reunion fyrir 8-10 árum, ţegar mér tókst ábyggilega ađ segja eitthvađ annađ en fólk ćtlađist til, en samt allt í lagi (held ég). En hins vegar var hann ekki međ mér í barnaskóla ţannig ađ rćđan mín frá ţví ađ 12 ára bekkurinn hjá Sigríđi hittist fór framhjá honum ţegar ég mátađi okkur 12 ára rollingana í ameríska unglingamynd, ég skemmti mér vel yfir ţví og hluti hópsins, en hinn hlutinn er ábyggilega enn ađ klóra sér í hausnum. Ef fólk vill ţćgilegar og ,,mainstream" hátíđarrćđur, vinsamlegast ekki biđja mig, ég reiti alltaf einhverja til reiđi. Tókst meira ađ segja ađ stíga ofan á tćrnar á einhverjum ölvuđum blađamanni úr Kópavogi ţegar ég talađi fyrir minni karla á Ţorrablóti hér á Álftanesi. Úpps :-D - En á morgun heldur einhver annar rćđuna og ósköp er ég fegin.
Ţar sem ég álfađist nú gegnum menntaskóla án ţess ađ bragđa áfengi og man ţar af leiđandi ALLT sem gerđist ţar, ţá kemur vel á vondan ađ vera komin á pensilín og ţurfa ađ afţakka alla ţá drykki sem ég geri ráđ fyrir ađ verđi á bođstólum á morgun. En ég hlakka svoooo mikiđ til, og svo mun ég muna allt, eins og í gamla daga. Í smáatriđum, hehe!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 9.6.2007 kl. 01:37 | Facebook
Athugasemdir
Góđa skemmtun á Ţingvöllum! Gaman ađ vita hvort Kjartan fćrir ykkur stelpunum rós aftur. Finnst ţetta afar vel til fundiđ af honum.
Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 9.6.2007 kl. 00:53
Kjartan er góđur félagi eins og ţessi bekkjarsystkini mín öll, reyndar. Bćtti inn mynd af bekkjarfánanum okkar, er hann ekki flottur?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 00:58
Hvađ stendur á fánanum? "Einhvern tíma munu XXX allar xxx enda í hnút. Viđ"? Enduđuđ ţiđ í hnút?
HG 9.6.2007 kl. 01:16
Einhvern tíma munu allar línur enda í hnút
VID (,,viđ" eđa 6-D)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 01:35
Manstu ALLT? Ţađ hjóta margir úr MR ađ vera stressađir.
Júlíus Valsson, 9.6.2007 kl. 15:44
Er ţetta ekki Sigurbjörg Björns á myndinni? En ţess fyrir utan: Góđa skemmtun - ég viđurkenni ađ ţađ kemur upp smá öfund.
Anna Ólafsdóttir (anno) 9.6.2007 kl. 16:43
Jú, ţetta er sko Sigurbjörg, ég biđ kćrlega ađ heilsa henni ef ţú hittir hana. Og jú, ég man ALLT, hehe! En ţau vita ađ ég segi bara frá ţví skemmtilega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2007 kl. 13:35