Stríđ stjórnvalda, ekki fólksins
8.1.2024 | 17:07
Áriđ 2024 er gengiđ í garđ og ég finn ađ margir vina mínna bera kvíđa og harm í brjósti vegna ţeirra átaka sem standa yfir víđa um heim, ţótt viđ heyrum mest af Gaza-átökunum og stríđinu í Úkraínu af ţví ţau eru okkur landfrćđilega nćst.
Ţađ fer auđvitađ eftir aldri fólks og áhugasviđi (viđ sagnfrćđingar erum ekki barnanna best) hversu mikiđ af átökum og stríđum hafa rađast í minniđ. Foreldrar mínir voru enn talsvert brenndir eftir minningar frá árum seinni heimstyrjaldarinnar og eftirstríđsáranna í mömmu tilfelli, ţví hún upplifđi skortinn og kuldann sem var á ţeim tíma er hún var unglingur á kvennaskóla í Skotlandi. Afabróđir minn féll í fyrri heimsstyrjöldinni, eftir ađ hafa flutt til Kanada, ungur Íslendingur, eftirvćntingafullur og óvitandi um framtíđina, sem var ekki löng. Jafnvel viđ á Íslandi tengjumst átökum úti í heimi bćđi persónulega og ađ ţví leyti sem viđ fylgjumst međ.
Mér eru helst í barnsminni (minni barns međ hrikalegan fréttaáhuga) Alsírdeilan međ sínum vígum, stríđiđ í Kongó og Kúbudeilan. Sumariđ 1959 bjuggu í rađhúsi viđ hliđina á okkur mömmu á Suđur-Spáni belgísk fjölskylda sem hafđi flúiđ forréttindastöđu sína í ,,Belgíska Kongó" og annan eins nýlenduhroka og bjó í ţessum fallegu, ljóshćrđu börnum sem voru á mínu reki, hafđi ég aldrei upplifađ né gert mér grein fyrir ađ til vćri í heiminum.
Svo tók viđ eitt af öđru, voriđ í Prag og Víet-Nam stríđiđ setti svip sinn á tilveru ungmennaáranna minna og ég tók ţátt í mótmćlagöngum gegn báđum stórveldunum sem mest var mótmćlt í ţeim stríđum, Rússunum sem réđust inn í Prag og Könunum í Víet-Nam. Nokkrum árum síđar fór ég til Prag og mér rennur enn til rifja sorgin og kúgunin sem ég varđ vitni ađ hjá ţessari bćldu ţjóđ sem hafđi átt sínar vonir og drauma, og reyndar óraunsćja mynd af Vesturlöndum líka.
En ţađ voru önnur átök sem ég man líka á svipuđum tíma. Kveikjan ađ ţessu bloggi mínu var ţegar dóttir mín var ađ segja mér af ferđ yfir á tyrkneska svćđiđ á Kýpur nú í haust. Á haustdögum 1970 var svokölluđ Kýpurdeila enn mjög í fréttum (og óleyst enn) og ég, ţá 18 ára, búsett í London og sinnti ýmsum störfum. Međal annars var ég ađ vinna á frekar fínu kýpversku veitingahúsi í norđvesturhluta London um hríđ. Eigandinn og stjórnandinn var Kýpurtyrki en yfirţjónninn Kýpurgrikki, báđir afskaplega notalegir menn. Mér fannst ţetta dálítiđ merkilegt í ljósi ađstćđna, en ţeir gáfu skýr skilabođ, ţetta var ekki ţeirra stríđ.
Sex daga stríđiđ fyrir botni Miđjarđarhafs var líka á mínum unglingsárum og vakti mikinn ugg um alla heimsbyggđina eins og flest ţau átök sem hafa orđiđ ţar um slóđir og málstađur undirokađs almennings í Palestínu er fleirum en mér hugleikinn. Ţar, eins og annars stađar, tekur fólk afstöđu samkvćmt réttlćtiskennd en ekki ţjóđerni eđa kynţćtti. Mér er ţađ minnisstćtt ţegar ég rifjađi ţađ upp ađ ég hafđi ţekkt ágćtlega vćna konu sem hafđi sinnt herskyldu í Ísrael, gyđingur í húđ og hár. Hún tengdist Íslandi sterkum böndum og var búsett hér á landi um tíma. Ţetta var Myriam Bat-Yosef, eđa María Jósefsdóttir, eins og hún kallađi sig stundum uppá íslensku. Var ţá gift Erró, međan hann hét Ferró. Hún var tíđur gestur á heimili mínu og mamma fékk hana til ađ mála risastórt málverk af mér ţegar ég var fimm ára gömul, en ţá framfleytti hún sér einmitt međ ţví ađ mála myndir af ýmsu fólki, og hefur áreiđanlega munađ um ţennan eyri eins og annan. Hún gaf sér góđan tíma til ađ spjalla viđ mig, sem var forvitinn krakki, ekki svo mikiđ ţegar ég sat fyrir í sparikjólnum mínum í kuldanum á háaloftinu í Iđnskólanum líklega, alla vega í skóla á Skólavörđuholti, heldur í hlýrri stofunni heima. Mér fannst alveg stórmerkilegt ađ hún, konan, skyldi hafa sinnt herskyldu. Hún hvarf svo til Parísar og síđar flutti hún til Ísraels í áratug en aftur til Parísar ţegar hún var búin ađ fá sig fullsadda á herskárri pólitíkinni í Ísrael. Leiđir okkar lágu aftur saman snemma á níunda ártugnum ţegar ég tók viđ hana heilmikiđ blađaviđtal, en á ţeim tíma vorum viđ uppteknari viđ feminískar pćlingar en ađra veraldarpólitík. Ţegar hún féll frá fannst mér vćnt um ađ sjá í minningargrein um hana getiđ um einarđa afstöđu hennar gegn stríđsrekstri Ísraels og ađ hún sýndi málstađ Palestínumanna fullan stuđning.
Ţađ eru svo ótal margir sem ekki sćtta sig viđ stríđsrekstur stjórnvalda eđa ţjóđa sinna hvernig sem liggur í málum. Alina vinkona mín frá Kharkiv, 100% af rússneskum ćttum, er sem betur fer flutt til Hamborgar en svarinn andstćđingur stríđsreksturs Rússa í Úkraínu og svo ótal margt annađ fólk vill ekki sjá stríđ stjórnvalda og síst af öllum ofstopa stórvelda í garđ smćrri ríkja.
Og hverjir mata krókinn? Kaldrifjađir vopnaframleiđendur og strengjabrúđur ţeirra, stjórnvöld hvar sem ţau grípa til vopna. Ekki fólkiđ, ekki fórnarlömbin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook