Viđ C-fólkiđ
15.12.2023 | 17:24
Var ađ glíma viđ svolítiđ lúmskt erfiđa vatnslitamynd meira og minna frá kl. 16 í gćr, međ heilmiklum hléum til kl. hálf tvö í nótt. Ţá ţurfti ég ađ fara ađ sofa, ţví ekki vildi ég mćta seinasta vinnudaginn í hefđbundnu 9:40-17:40 vinnunni minni geispandi út í eitt.
Er oft spurđ hvort ég sé A eđa B manneskja, ţví ég hef aldrei fariđ leynt međ svefnvenjur mínar, ađ ţví leyti sem ég get ráđiđ ţeim. Ţađ eru allmörg ár síđan ég áttađi mig á ţví ađ ég er C-manneskja. Ţetta merkir ţađ ađ ef ég ćtla ađ sofa ţokkalega út, ţá ţarf ég ađ meta ţađ hvort ţađ er of snemmt fyrir mig ađ stilla vekjaratóninn í símanum á 12:20 til ađ missa ekki af hádegisfréttunum. Ţađ merkir líka ađ ég ţekki varla flugţreytu nema af afspurn, ţví ég er ţaulvön frjálslegum svefnvenjum. Sömuleiđis kom ţađ fyrir á ađal lausamennskuárunum mínum, ţegar ég sinnti bćđi myndlist og blađa- og útvarpsmennsku, ađ ég náđi ađ elda hafragraut handa eiginmanni og börnum áđur en ég fór ađ sofa, eftir langa nótt viđ grafíkpressuna mína. Hins vegar er ég gefin fyrir fallega sumardaga og hika ekki viđ ađ fara á fćtur milli kl. 9 og 10 á fögrum sumardögum, heima og erlendis, til ađ njóta sólar og alls konar stúss í góđu veđri. En mér finnst nóttin og myrkriđ líka góđir vinir mínir. Skammdegiđ hefur aldrei veriđ óvinur minn, bara hálkan og einstaka sinnum ófćrđin. Elska líka bjartar sumarnćtur og miđnćturgolf, ţegar bakiđ leyfir mér svoleiđis lúxus.
Veit ekki hvort líf C-manneskjunnar á heimilinu, mitt sem sagt, mun taka neinum sérlegum stakkaskiptum ţótt ég fari í annađ sinn á ćvinni á eftirlaun frá og međ dagslokum í dag. Vissulega hefđi ég haldiđ áfram međ myndina sem ég var ađ glíma viđ fram eftir nóttu, ef ég hefđi ekki veriđ bundin viđ ađ fara í vinnuna í morgun. Ţađ er gott ađ geta lifađ í takt viđ líkamsklukkuna, ţótt hún gangi alla vega, og ég er jafn forvitin og ađrir um ţađ hvernig hún muni haga sér nćstu misserin.