Lestin brunar, hrađar, hrađar, húmiđ ljósrák sker
4.11.2023 | 22:41
Fátt elska ég meira en góđa lestarferđ. Kenni Jóni Helgasyni ekki beinlínis um angurvćrđina sem grípur mig stundum á langri ferđ um lestarteina, en ljóđiđ hans, Lestin brunar, er lestur sem ég mćli međ viđ hvern sem er og allar túlkanir eru leyfđar, líka sú sem Jón sjálfur gaf upp međ réttu eđa röngu. Síđasta lestarferđin mín var engin undantekning frá kunnuglegri lestarupplifun.
Norpađi á brautarstöđ óţarflega lengi, ţađ hefur gerst ótal sinnum áđur, lestir hafa ţá einstöku náđargáfu ađ eiga ţađ til ađ geta seinkađ býsna hressilega. Í ţetta sinn hélt ađ ég vćri snjöll ađ velja ađal rigningardaginn í Skotlands/Englandsferđinni minni til ţess ađ sitja í lest í rúma fjóra tíma (reyndin varđ meira en fimm tímar). Á löngum lestarferđum er ţađ oftar en ekki birtan sem breytist gegnum ferđina, ljósrákir skera húmiđ bćđi út um lestargluggann og einnig í augum ţeirra sem horfa á lestina bruna framhjá sér.
Hver einasta lestarferđ getur snúist upp í ćvintýri, sum ţeirra hef ég rakiđ hér í bloggi og víđar, ćvintýri sem seint gleymast, ađrar eru eftirminnilegri vegna útsýnisins og ţá ţarf ekkert ađ heimta gott veđur. Ćtla ađ leyfa ykkur ađ njóta međ mér nokkurra mynda úr lestarferđ síđastliđinn sunnudag, ţar sem leiđin lá frá Edinborg til Lundúna. Međan ađrir horfđu á símann sinn eđa sváfu, horfđi ég hugfangin út um gluggann mestalla ferđina og tímdi ekki nema endrum og sinnum ađ munda símann til myndatöku. Eins og laxveiđimennirnir segja: Ţiđ hefđuđ átt ađ sjá ţessa(r) sem sluppu. Hlustađi ţó á tónlistina frá tónleikum kvöldsins á undan síđari hluta leiđarinnar og útilokađi ţá sumt af ţví sem samferđafólkiđ vildi segja vinum sínum og vandamönnum, en alls ekki mér.