Lélegur lygari en bćrilegasti bullari

Rifjađist upp fyrir mér í dag í spjalli í vinnunni (eins og svo margt) ţegar mér blöskrađi alveg hvernig mynd sumir Bretar höfđu af Íslendingum. Vinnufélagi hafđi ţurft ađ minna einhvern Englending á ađ ţótt ţeim fyndist ađ Ísland hlyti ađ vera óttalega frumstćtt ţá hefđum viđ ţó tvöfalt gler í gluggum, ofn í hverju herbergi og alls ekki teppi á gólfum á klósettunum. Ţetta er mildari útgáfa af ţví sem ég sagđi viđ mína ensku félaga, ţegar ég var orđin leiđ á ađ vera spurđ hvort ég byggi ekki í snjóhúsi: - Jú, auđvitađ, sagđi ég. - Á 7. hćđ í snjóhúsablokk, stigi upp (stundum sagđi ég lyfta) og svo ţessi fína rennibraut niđur. Ţann 15. október fćru allir nema fjórir ađ sofa og svćfu fram á vor, en mćttu vakna til ađ halda jól og páska. Ţessir fjórir vökumenn sćju svo um grunnţarfir samfélagsins međan hinir svćfu. Ţetta sparađi auđvitađ reiđinnar býsn í orkukostnađi og öđrum tilfallandi. Ef ég vildi leggja áherslu á orđ mín benti ég á ađ ég héti Björnsson, og allir á Íslandi hétu bjarnarnöfnum, til ađ leggja áherslu á ađ viđ legđumst öll í híđi. Verst var ađ ég grunađi suma um ađ íhuga sannleiksgildi orđa minna. Hélt ađ ţetta vćri svo augljóst bull. 

Ţađ tók sig líka upp gamall bullari um daginn ţegar ég var spurđ hvađ ég sći fyrir mér af skrifum í framtíđinni (ţar sem ég er nú lögst í glćpasagnaskrif) og ég sagđi hiklaust ađ ég stefndi ađ 50 glćpasögum. Svo fór ég nú ađ fá bakţanka en lék mér ţó ađ ţví ađ skrá niđur plott á hartnćr 30 ţeirra, svo hver veit? Ég er ekki nema 71 árs og enn í nánast fullri vinnu og ađ sinna myndlistinni af ögn meiri ákafa en ég ţorđi ađ vona. Hef örugglega fínan tíma nćst ţegar ég fer á eftirlaun.

Aftur á móti er ég alveg herfilegur lygari, sem betur fer. Lítiđ gefin fyrir ţá tegund af bulli ţótt ég sé alin upp af ţeirri kynslóđ sem leit nánast á svokallađar ,,hvítar lygar" sem almenna kurteisi. Ţađ er alltaf hćgt ađ ţegja eđa segja eitthvađ sem hćgt er ađ standa viđ án ţess ađ vera ókurteis. Sumir hafa reyndar ţörf á ađ sćra ađra í nafni sannleiksástar og ţađ er litlu skárra en lygarnar. 

Ég á nokkra góđa vini sem eru snillingar í bulli svo ég er ekki ein á ţessum nótum, ekki lengur. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband