Nćst ţegar ég fer á eftirlaun ...

Heyrđi eitt sinn dćmisögu af manni sem átti svo rosalega annríkt. Hann fór til viturs manns og bar upp vandamál sitt. - Fáđu ţér kú, sagđi sá vitri. Mađurinn gerđi ţađ, alltaf var jafn mikiđ ađ gera, svo hann fór aftur til vitra mannsins. - Fáđu ţér 10 geitur! Mađurinn gerđi ţađ, en ekkert virkađi. Aftur reyndi hann. - Fáđu ţér tvo uxa, sagđi sá vitri. Enn hlýddi mađurinn og leitađi til ţess vitra eftir nokkurn tíma. - Fáđu ţér 40 kindur! 

Manninum var ekki skemmt. Hann hafđi aldrei á ćvi sinni haft jafn mikiđ ađ gera. Samt gaf hann vitra manninum eitt tćkifćri enn til ađ hjálpa honum. - Seldu nú kúna, geiturnar, uxana og kindurnar, sagđi sá vitri. - Og ţá muntu hafa endalausan tíma. 

Mömmu fannst ţessi saga reyndar bera vott um tillitsleysi gagnvart dýrunum. En allt um ţađ, ég held ađ ég sé svolítiđ ađ feta í fótspor ţessa manns. En ţegar hún dóttir mín kom askvađandi fyrir nćstum tveimur árum, ţegar ég var búin ađ vera á eftirlaunum í hartnćr fjögur ár, var hún í rauninni í sömu sporum og vitri mađurinn, í annađ sinn alla vega (í hitt skiptiđ kom hún mér uppá ađ hekla veđurteppi). Fann hvađ önnum köfnu móđur hennar vantađi. Fleiri verkefni. ,,Mamma, ţađ er veriđ ađ auglýsa eftir ţér," sagđi hún og ég var komin í fulla vinnu eftir ţrjár vikur. Ég er nokkuđ viss um ađ nćst ţegar ég fer á eftirlaun mun ég hafa nóg af tíma, svona fyrst í stađ alla vega. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband