Emmmmm Errrrrrr
12.8.2023 | 00:06
Er ađ fara í gegnum bókasafniđ okkar Ara míns og reyndar líka hluta safns foreldra minna. Grisja, henda í endurvinnslu, gefa ţćr sem hćgt er. Hef ekki numiđ stađar viđ margar bćkur til ţessa, enda gengi ţá hćgt, en í kvöld fletti ég í fyrsta sinn í fjórđa bindinu af sögu Menntaskólans í Reykjavík, skólans míns. Kom mér á óvart hversu margar myndir voru kunnuglegar, m.a. fćr minn bekkur, nýmáladeildin, tvćr myndir af sér, sem er stórmerkilegt miđađ viđ hversu stór árgangurinn var (meira en 300 sálir sem útskrifuđust). Ţađ var samt ekki bekkjarmynd sem greip athyglina heldur mynd frá skemmtilegum dögum milli jóla og nýárs ţegar viđ vorum ađ skreyta Laugardalshöllina fyrir áttadagsgleđina.
Ţetta var eftirminnilegur desembermánuđur í lífi mínu, 1970. Rétt fyrir jól kom ég heim eftir hálfs árs dvöl í Englandi, 18 ára unglingurinn, og fékk náđarsamlegast ađ setjast aftur á skólabekk í MR, meira ađ segja hjá Guđna kjafti, sem talinn var strangur. Ţađ var ekkert sjálfgefiđ ađ ég yfir höfuđ kćmi heim frá Englandi, ţar voru ađ opnast ýmis tćkifćri. Mér bauđst til ađ mynda ađ gerast gluggaskreytingamanneskja í tískuvörukeđjunni Gypsy, sem ţá var međ fjölda búđa í London, og ć síđan hef ég flakkađ á milli ţeirrar hugsunar ađ ţetta hefđi veriđ frábćrt skref í mínu lífi og yfir í ađ spyrja sjálfa mig hvađ ég hefđi veriđ ađ hugsa. Kathy hin írska, sem ég leigđi hjá, vildi ólm koma mér í au-pair starf í úthverfi Lundúna, mikiđ held ég ađ ţađ hefđi veriđ ömurlegt, lítiđ kaup og ekkert frí. Ég gerđi henni ţađ til geđs ađ hitta fjölskylduna og mikiđ rosalega hljómađi starfslýsingin eins og ţrćlahald, ţótt fólkiđ virtist pent og prútt. Vinur minn (sem hélt hann vćri kćrasti minn) vildi senda mér lestarmiđa til borgarinnar sinnar viđ Miđjarđarhafiđ fyrir jólin og ég held ađ meiningin hafi veriđ ađ ég fćri ekki til baka. Hef alltaf haft vonda samvisku yfir ađ hafa ekki svarađ bréfunum hans. Of seint núna, ítarlegt gúggl löngu seinna sagđi mér ađ hann hefđi dáiđ áriđ 1983, ţá orđinn háskólakennari og međ dómararéttindi. Ţess í stađ ţáđi ég flugmiđann sem mamma sendi mér fyrir jól. Hún hafđi heimsótt mig í október og séđ ađ ég var ekkert í neinu rugli, annars hefđi ég eflaust veriđ sótt fyrr, ef ţađ hefđi veriđ hćgt.
Ţađ var ótrúlegt ađ koma aftur í áhyggjuleysi menntaskólaáranna og allt fjöriđ í MR. Vissulega tók ég ekki ţátt í öllu sem ţar fór fram, datt ekki í hug ađ sćkjast eftir ţví ađ komast á fiđluböllin frćgu, sem byrjuđu um ţetta leyti og kannski segir ţađ mest um minn ,,stíl" ađ ég var yfirleitt spurđ hvort ég vćri ekki í Hamrahlíđ, ţar sem hippalegri nemendur héldu sig. MR leyndi samt á sér. Ţar var frábćrt starf á vegum Listafélagsins, miđvikudagskvöldin ţegar Sverrir Haraldsson leiđbeindi okkur myndlistaráhugafólkinu, upp á kók og prinspóló. Hann var gefandi kennari. Ég tók ţátt í öllu sem viđkom myndlist, ţess vegna var ég rétt nýkomin til landsins farin ađ skreyta Laugardalshöllina, rétt eins og um voriđ áđur en ég fór til Englands og viđ í Herranótt höfđum Háskólabíó til umráđa vikum saman (fram ađ bíósýningum dag hvern). Ég vann í leikmyndinni og var meira ađ segja dregin í ađ sminka aukaleikara fyrir sýningar. Lćrđi textann í Lýsiströtu nćstum utanbókar, ţótt ég vćri ekki (og vildi ekki vera) í hópi leikaranna.
Í einu orđi sagt, MR var ćvintýraheimur okkar ótal margra sem vorum í námi ţar á ţessum árum. Ţótt hálfa áriđ mitt í Englandi hafi veriđ mun lćrdómsríkara en árin ţrjú og hálft í menntó, ţá var bara svoooo gaman ađ vera menntaskólanemi sem ţurfti enga ábyrgđ ađ taka (nema ađ ná prófum á milli ára).