Nýja-Sjálands tengslin
22.7.2023 | 21:20
Nokkuđ viss um ađ ef gerđ yrđi kvikmyndin ,,The New-Zealand connection" ţá kćmi ekki fyrst í hugann ađ hér vćri á ferđ eitthvert framhald af ,,The French connection". Ímynd Nýsjálendinga er ekki sérlega villt, ţrátt fyrir gćđakvikmyndir á borđ viđ ,,Once were warriors" og ,,What becomes of the broken hearted".
https://timarit.is/page/5430257?iabr=on
Mín tengsl viđ Nýja-Sjáland eru á gömlum merg. Ţegar ég var fimm ára fluttist ein uppáhaldsfrćnka mín, Magga ömmusystir mín, ţangađ og ég man vel eftir ađ hafa barnung reynt ađ grafa göng til hennar, enda vissi ég vel ađ jörđin er hnöttótt og ef ég grćfi nógu langt hlyti ég ađ komast ţangađ. Dóttir mín sendi henni hins vegar skilabođ á segulbandsspólu. Saga Möggu frćnku minnar er efni í annan og öllu alvarlegri pistil, mögulega mun ég einhvern tíma segja ţá sögu alla, eins og ég kann hana best. Á vetrarkvöldi veturinn 1996-1997 barst mér pakki í bođsendingu ţar sem ég var ađ leiđbeina myndlistarhópi í Haukshúsum á Álftanesi. Hann innihélt fallegt trébox međ jarđneskum leifum Möggu okkar, en hún hafđi óskađ eftir ţví ađ hvíla viđ hliđ einkasonarins, Ţórs, sem lést ungur úr hvítblćđi, 1950, og viđ mamma sáum til ţess ađ sú ósk vćri uppfyllt.
Ţegar Magga fluttist til Nýja-Sjálands var ţar fyrir systir hennar, Bubba, sem hafđi gifst Englendingi og flust međ honum til Pretóríu í Suđur-Afríku ţar sem synir ţeirra Brian og George áttu sćludaga (í minningunni alla vega) enda öll fjölskyldan mjallahvít á hörund og í forréttindahlutverki ţar í landi. Áđur en ţeirri ójöfnu stöđu var raskađ fluttust ţau öll til Nýja-Sjálands ţar sem svo ótal margir voru innflytjendur eins og ţau. Magga var svosem ekki ađ elta systur sína, hún vildi bara flytjast frá erfiđum minningum i Evrópu og eins langt í burtu og hún kćmist. Kanada kom einnig til greina, en bréfiđ frá nýsjálenskum yfirvöldum kom degi fyrr og ţangađ fór hún og gramdist ţađ mjög ađ missa af sumri ţar áriđ. Hún var sannkölluđ sumarkona.
Ţćr systurnar héldu sambandi ţótt ţćr byggju lengst af hvor í sinni borginni, og synir Bubbu og sonarsynir (Brian átti tvo yndislega syni, Peter og Robbie, góđa vini mína) voru alltaf í uppáhaldi en hún eignađist ekki fleiri börn en Ţór.
Voriđ 1989 fórum viđ mamma, í bođi mömmu, ađ heimsćkja Möggu og ţađ var yndisleg ferđ. Fjórum árum síđar átti ég leiđ til Ástralíu og kom líka viđ hjá Möggu í viku. Ţá átti hún bara ţrjú ár eftir ólifuđ og vissi vel ađ aldurinn fćrđist yfir, en ţađ stoppađi hana ekki í ađ setja niđur, međ hjálp Peters (og skv. mynd líka minni), hćgvaxta tré, eitt af frumbyggjatrjánum sem kölluđ voru svo, viđ húsiđ sitt í Blockhouse Bay í Auckland.
Ég sagđi áđan ađ ímynd Nýsjálendinga vćri ekkert mjög villt. Íslensk kona sem ég tók viđtal viđ fyrir Veru í ferđinni 1989 sagđi ađ ţegar flugvélar vćru úđađar viđ komuna ţangađ, ţá gleymdist alveg ađ segja: Vinsamlegast stilliđ klukkurnar 25 ár aftur í tímann.
https://timarit.is/page/5425008?iabr=on
Mágur minn sem hefur ferđast mikiđ bćtti um betur og sagđi ađ Ástralir sem hann hefđi hitt á ferđum sínum um allan heim segđu ţessa nágranna sína ,,square". Vissulega brá mér í brún ţegar ég sá hversu mikil kóngafólksdýrkun var í öllum tímaritum sem í bođi voru í venjulegum verslunum. Einhvern tíma ţegar ég dró hann Robbie (bráđskemmtilegan frćnda) á Kaffibarinn, ţar sem ég hitti vinkonurnar í einhver ár kl. 17 á föstudögum, dćsti hann og sagđi ađ hann hefđi aldrei séđ svona mikiđ af stuttklipptum konum og á Íslandi. Hmm, held ţađ sé samt ekkert mikiđ af Amish fólki í NZ. En honum fannst ađ vinkonurnar mínar vćru ćđislega skemmtilegar.
Hitti líka unga, íslenska ,,stráka" sem höfđu kynnst nýsjálenskum eiginkonum sínum í fiski á Vestfjörđum í fyrri ferđinni minni og auđvitađ var einn Kópavogsbúi úr bekk mannsins míns, nema hvađ.
Svo sannarlega vćri ég til í ađ fara aftur til Nýja-Sjálands einhvern daginn.