Sumariđ sem KOM og tiltekt í fjarvinnu

Um daginn kom sumar. Náđi yfir allt Suđvesturland og stundum um allt land. Ţađ voru dýrđardagar. Sumarbústađarferđ var ekki á dagskrá ţennan mánuđinn, nema rétt sem verđlaun í lok ţessa mánađar, ef mér hefđi gengiđ eins vel og ég ćtlađi ađ saxa hressilega á ţađ óţarfa dót sem hefur safnast upp á 43 árum. Ţađ er sá tími sem viđ höfum búiđ hér í húsinu sem viđ Ari minn byggđum barnung. Ţađ ţurfti ekki nema einn jarđskjálfta til ađ sannfćra mig um ađ ég ćtti einmitt ađ drífa mig upp í bústađ. Kl. 8:21 kom skjálftinn, fyrir klukkan níu var ég komin út í bíl og lögđ af stađ upp í bústađ. Sem betur fer hafđi ég engan tíma haft til ađ pakka uppúr ferđatösku eftir stuttan túr til Amsterdam ţar sem ég sótti vatnslitanámskeiđ hjá Alvaro Castagnet (já ég veit hann var á Íslandi líka og átti góđan tíma međ ţeim hjónum hér líka). Ţeirri tösku var kippt međ og fáu öđru. Í henni var ađallega myndlistardót ţannig ađ ég hélt bara áfram ađ vatnslita.

IMG-4235

Hef glímt viđ ýmis mótív uppi í bústađ međ misgóđum árangri, en í ţetta sinn var útilokađ annađ en ađ drífa sig í stuttbuxurnar, setja upp trönurnar og njóta góđa veđursins og mála og mála og mála. Smá tilraunastarfsemi í gangi, sem sagt ađ prófa mismunandi ađferđir viđ ađ mála sama mótíviđ, mikiđ unna mynd og ađra lauflétta, sem ţykir yfirleitt betri latína. Sagt er ađ ćfingin skapi meistarann (Practice makes perfect, sagđi hún Alison á Butlins viđ okkur stelpurnar sem lögđum á borđ og ţvođum kalkiđ af hreinu hnífapörunum ţar). Ađ kvöldi var myndum kippt inn og kannski unniđ ađeins meira í ţeim áđur en nćsta verkefni tók viđ. 

IMG-2865

Svo ţegar kvöldađi tókst mér meira ađ segja ađ saxa á verkefnin heima á Álftanesi međ ţví ađ grisja bókasafniđ uppi í bústađ hressilega og losa ţar međ nokkra hillumetra undir bćkur sem viđ ćtlum ekki ađ henda, en ţurfum ekki ađ blađa í frá degi til dags. Eitthvađ verđur eftir af afţreyingarbókum, vćnt hestabókasafn hefur veriđ ađ vaxa og dafna og í ţađ verđur bćtt, feminismabókasafniđ mitt er á leiđ í bústađinn en ljóđabćkurnar ţarf ég ađ hafa innan seilingar heima á nesinu mínu góđa. Ţetta var sem sagt tiltekt í fjarvinnu. 

IMG-4248

Um helgina fjölgađi í bústađnum og tengdasonurinn var gripinn í módelstörf en dóttirin hélt sig í skugganum, ekki ósýnileg ţó. 

IMG-4214

Svo kom gosiđ og ég einmitt rétt búin ađ klára ađ fara í gegnum allar bókahillur nema eina. Hún bíđur betri tíma. Heim komin sátum viđ eldri systurnar saman úti í garđi og grófsorteruđum bćkurnar og nú eru fimm pokar farnir á Basarinn. Fimm ađrir pokar međ fötum og garni farnir í gám eđa á leiđ í hendur réttra ađila, einstaklinga og hugsjónasamtaka. Mér sýnist ađ ég nái 50 poka markmiđinu í ţessum mánuđi, allt umfram ţađ er bara ćđi. Og sćludagarnir í sumarbústađnum og garđinum hér heima sönnuđu svo ekki varđ um villst ađ ţađ KOM sumar ţetta áriđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband