En aftur á móti, ef ţađ kćmi vont veđur í vitlausu landi ...
7.6.2023 | 17:26
Ýjađi ađ ţví í seinasta bloggi ađ stundum stćđist veđur erlendis ekki vćntingar. Ein vinkona okkar fór í virkilega regn-ferđ til Havaí og fimm af sjö dögum okkar mömmu á Rarotonga í Suđur-Kyrrahafi um áriđ voru votir. Engu ađ síđur dásamleg vika á yndislegri eyju. Ţetta bitnar ekki síst á stađföstu veđurflóttafólki, en annar markhópur er auđvitađ vatnslitafólk á leiđ í skiplagđa útimálun. Gríđarlega vel valinn markhópur. Glöggir veđurfrćđingar spáđu úrhellisrigningu fyrsta daginn minn í Cordóba í mars, en ţá forđuđum viđ, Íslendingarnir ţrír, okkur undir stórar svalir sem nóg var um ţar. Pokinn međ hátíđarskjölunum varđ ađ vísu gegndrepa en fyrir eitthvert kraftaverk slapp sýningarskráin sem er stórkostlegt rit. Og eins og sumir vina minna vita endađi ţessi vika bara ćđislega.
Nú á ég sem sagt eitt erindi í útimálun erlendis í sumar. Eftir masterclass hjá Alvaro Castagnet í Cambridge í fyrra (í fínu veđri) var ég nefnilega bara rétt ađ byrja ađ vinna úr ţví sem hann hefur fram ađ fćra. Ţótt hann komi til Íslands í sumar (Vatnslitafélagiđ tók myndarlega viđ boltanum sem hann sendi mig međ til Íslands) ţá ganga ţeir fyrir um pláss hér á landi sem ekki hafa áđur veriđ hjá honum. En konur sem eiga syni í Amsterdam leysa ţađ auđvitađ međ ţví ađ fara bara á nćsta námskeiđ á undan, útimálun í Amsterdam. Og ţađ geri ég. Veđriđ ţar hefur veriđ alveg stórkostlegt ađ undanförnu, en langtímaspáin er svona (sjá mynd), svo ég pantađi og fékk sendar 2 mismunandi tegundir af regnhlífastöndum til ađ skrúfa á trönurnar mínar (sjá nćstu mynd).