Landasafnarar, álfusafnarar og: How do you like Portales?
4.5.2023 | 08:22
Mér finnst allaf gaman ađ lesa viđtöl viđ víđförult fólk. Sumir virđast hreinlega gera út ađ ,,safna" löndum eđa heimsálfum. Ađrir hafa átt erindi mjög víđa. Ţótt ég hafi veriđ svo lánsöm ađ geta ferđast út um hvippinn og hvappinn, tvö stök rúmlega mánađarlöng ferđalög vega ţar ţyngst, ţá er ég afleitur landasafnari. Kannski hefur ein dagsferđ flokkast undir ađ ,,bćta landi í safniđ" og hún var ekkert sérstaklega áhugaverđ. Bara ágćt. Ţá vorum viđ mamma í Singapore, lógískur áfanga- og hvíldarstađur á leiđ til Möggu frćnku á Nýja-Sjálandi. Dvöldum ţar í fimm daga og ţegar mamma sá ađ bođiđ var upp á dagsferđ yfir landamćrin til Malasíu (Johor Bahru) ţá leist báđum okkur vel á ţađ. Ágćtis leiđsögumađur, gaman ađ sjá hvernig mjólkin rann út gúmmítrénu sem viđ vorum teymd ađ, leist ekkert illa á borgina, sem ég sé nú ađ er mikil menningarborg skv. gúggli. Viđ urđum ekkert sérlega varar viđ ţađ. Dagsferđ er dagsferđ og ég hef fariđ í margar áhugaverđari.
En áhugi minn hafđi vaknađ á Singapore, hverfaskiptingunni ţar eftir trúarbrögđum (áberandi alla vega ţá, um 1990) einkum hverfinu sem viđ vorum í sem skartađi fallegri mosku viđ endann á götunni sem lá upp frá hótelinu okkar. Ţannig ađ ţegar ég átti aftur leiđ um Asíu nokkrum árum síđar, valdi ég ađ skođa Singapore betur í stađ ţess ađ bćta löndum ,,í safniđ" og gerđi ţađ, á leiđ, aftur til Möggu frćnku og síđan á 8 daga ráđstefnu í Ástralíu.
Mitt flökkueđli dregur mig stundum á nýjar slóđir, hćgt og bítandi, en ég sćki líka mjög í ađ fara aftur (og aftur) á stađi sem toga sérstaklega í mig, og ekki alltaf af sömu ástćđu. Ţannig hef ég komiđ óeđilega oft til Portales í Nýju Mexíkó, af ţví ţar átti ég systur, árum saman. Ţegar íbúar Portales (alla vega ađfluttir kennarar viđ háskólann ţar) spyrja ţig: How do you like Portales? ţá eru ţeir ekki ađ fiska eftir svörum sem Íslendingar eru vilja fá viđ hinni sígildu spurningu: How do you like Iceland? Nei, ţvert á móti. Ţarna er nefnilega almenn kurteisi ađ svara: Einstaklega óáhugaverđur bćr, ekkert ađ sjá, fátt ađ gerast. Sumir mundu bćta viđ: 12 kristileg skólasamtök viđ sömu götu. Bćrinn er í jađri biblíubeltisins, og alls engin Santa Fe, sem talin er áhugaverđusta borg Nýju-Mexíkó međ sínar Santa-Fe bláu hurđir og gullfallegu hús og landslag. Mér finnst Portales samt bara fínn bćr, eitt gott kaffihús, ţar fékk ég líka ćđislegt taco á bílaverkstćđi og gönguleiđir (ekki gangstéttir samt) góđar. Veđrátta oftast góđ.
Stađirnir sem toga í mig reglubundiđ eru elsku London mín, sem ég hef heimsótt ótal sinnum, Hamborg, sem ég kynntist seint af viti, en tók ástfóstri viđ og heimsótti árlega eftir ađ ég bjó ţar lungann úr árinu 2015, Seattle sem mér finnst skemmtilegust ţeirra amerísku borga sem ég hef komiđ til og Evrópa suđur- miđ- og austanverđ, en ţangađ fór ég í viđburđaríka ferđ ţegar ég var 22 ára ţegar ţetta voru kommúnistaríki og hrćbillegt ađ ferđast ţar um međ réttan stúdentapassa. Hef notađ hvert tćkifćri til ađ heimsćkja löndin aftur (sem hefur reyndar fjölgađ eftir hrun Sovétsins). Amsterdam er ađ stimpla sig inn, enda tíđari ferđir ţangađ eftir ađ sonur okkar fluttist ţangađ. Jú, og svo auđvitađ fjölskyldufrí á Gran Canaria, sem voru árviss viđburđur í nćstum áratug.
Ţegar ég tek ţátt í leikjum á Facebook, ţar sem ég merki á landakort til hvađa landa ég hef fariđ vantar áberandi mikiđ inn. Landmassann í Rússlandi og gervalla Suđur-Ameríku. Hvort tveggja svćđiđ hefđi ég hćglega getađ veriđ búin ađ ,,afgreiđa" ef ég stćđi mig í stykkinu sem landa- og álfusafnari. Lćt öđrum ţađ eftir, ofar á listanum hjá mér er ađ koma til annarra stađa sem toga mig meira, ađallega gamalla, en líka nýrra ef guđ lofar.
https://tomi5.github.io/interactive_visited_countries_map/