Komin heim frá Córdoba; hreppti 2. verđlaun á alţjóđlegu vatnslitahátíđinni ţar

Seinsta bloggiđ mitt fjallađi um alţjóđlegu vatnslitahátíđina sem ég var á leiđ á í Córdoba á Spáni. Hún var á vegum IWS - International Watercolor Society. Leit fyrst og fremst á hana sem sýningu og tćkifćri til ađ kynnast öđru listafólki sem fćst viđ vatnslitamálun. Gaf ţví lítinn gaum ađ ţetta var líka alţjóđleg vatnslitasamkeppni, enn síđur átti ég von á ađ hreppa verlaun, en var í öđru sćti ţegar upp var stađiđ. Mćtti á verđlaunaafhendinguna af ţví ég mćtti einfaldlega á alla viđburđi sem ég komst á. Viđurkenni suđ fyrir eyrum og hálfgert ađ hafa dottiđ úr sambandi ţegar ég heyrđi kynninn bögglast á litla, sćta, íslenska nafninu mínu og sá myndina mína og nafniđ (óbrenglađ en stytt) uppi á skjánum.

335419064_1434667080405999_1409831614014337760_n

 

Ţađ var ekki um ađ villast, ţetta var veruleiki. Ţetta var mjög metnađarfull hátíđ og ég var búin ađ sjá gríđarlega sterk og góđ verk ţarna, en sýnendur voru 212 frá 42 löndum. Ţannig ađ ţetta kom mér einfaldlega alveg í opna skjöldu. Tókst ţó ađ halda skammlausa ţakkarrćđu sem var jafnóđum ţýdd á spönsku eins og allt efni hátíđarinnar, sem stóđ í heila viku (hátíđin, ekki rćđan) og ţar af međ virkri og efnismikilli dagskrá síđustu fjóra dagana. Vönduđ sýningarskrá var býsna ţung í farangri á heimleiđinni en verđur skođuđ í ţaula og sýnir breidd og gćđi sýningarinnar. Enginn efi á ţví ađ ég mun fjalla meira um ţetta ćvintýri á blogginu mínu, en mér finnst ég vera nýlent, kom heim í nótt um Madrid. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband