Safnararaunir
27.2.2023 | 22:18
Viđ í vinnunni vorum ađ rifja upp í hádeginu safnararaunir okkar á barnsaldri. Sammála um ađ frímerkjasöfnun vćri afskaplega leiđinleg. Mamma átti eina góđ sögu frá ţví hún bjó í Englandi, ţar sem einn ţekktasti frímerkjasafnarinn átti ađ hafa setiđ viđ opinn glugga og skođađ safniđ sitt ţegar dyrnar voru opnađar og dragsúgur myndađist. Eftir ţađ fór hann (víst) ađ safna gufuknúnum götuvölturum.
Reynsla og fjárhagur okkar vinnufélaganna var annars konar, en viđ hćttum ţessari iđju alla vega fljótt. Ég ţó ekki fyrr en ég fékk mitt fáránlegasta sjokk í söfnuninni. Pabbi og Dolinda konan hans (svissnesk) bjuggu ţá á Seyđisfirđi og til ţeirra kom ég á sumrin. Pabbi gat veriđ stríđinn en ekkert var fjćr Dolindu en ađ atast í 10 ára barni, eins og ég var ţá. Ţess vegna gat ég bara ekki skiliđ ţegar svona góđ og grandvör kona var ađ reyna ađ gefa mér frímerki frá helvíti! Hún sem var meira ađ segja organisti í Seyđisfjarđarkirkju (sem ég held ađ hafi ekki veriđ orđin blá ţá).
Ef einhver skyldi deila ţessum skilningi á uppruna ţessa ágćtis frímerkis međ mér, ţá er rétt ađ geta ţess ađ ţetta latneskta nafn er á öllum svissneskum frímerkjum. Hér er meira um ţađ: Svissnesk frímerki
Ţetta var ekki í eina skiptiđ sem ég hafđi alvarlegar athugsemdir ađ gera viđ hegđun fullorđins fólks gagnvart börnum. Ţessa sögu segi ég oft og einhverjir ţekkja hana, en ég var sem sagt pínulítil og rosalega lasin ţegar einhver hávaxinn lćknir reyndi ađ telja mér trú um ađ ég vćri međ rauđa hunda! Viđ sem áttum ekki einu sinni kött ţá.
Áfram međ safnararaunir. Mamma var mikill safnari og ég hélt mig lengi frá ţeim siđ, hélt ég. Á frímerkjasýningu voriđ 1995 var mér bođiđ ađ sýna safn sem ég átti af smáskóm á alvöru-safnarasýningu og frétti síđar ađ ,,alvöru" söfnurum hefđi sárnađ ađ litlu, sćtu skórnir mínir hefđu vakiđ svona mikla athygli en alvörusafnaranir minni. Var meira ađ segja bođuđ í sjónvarpsviđtal eftir fréttir hjá Eiríki Jónssyni sem ţá var enn starfandi viđ sjónvarpsstöđ. Hann skildi ekkert í ţví hvađ ég sá viđ ţessa litlu, sćtu skó, og ég ekkert hvers vegna hann skildi ţađ ekki. Ţađ var bara fyndiđ.
Enn kaupi ég eitt og eitt smá-skó-par, en ég er enginn safnari. Nei, nei, á bara nokkur hundruđ myndir af bleikum húsum, eitthvađ fćrra af Esjumyndum og kom međ nokkrar litlar úlfaldastyttur frá Fuerteventura nýveriđ, en ţćr eru í hćsta lagi nokkrir tugir hér á heimilinu. Ekkert af ţessu flokkast undir ađ vera ,,alvöru" safnari, svo mér er óhćtt.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook